Skýringar á ályktunum landsþings á auðlesnu máli

Við munum á næstunni setja inn reglulega útskýringar á auðlesnu máli á samþykktum landsþings. Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015. Endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar leggur mikla áherslu á að við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga verði tryggt að réttindi fatlaðs fólks njóti skýrrar og góðrar verndar. Landsþingið leggur áherslu á að þau réttindi og skyldur sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um, verði án frekari dráttar, innleidd í íslensk lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd með afdráttarlausum hætti. Landsþingið telur að réttindi fatlaðs fólks og vernd þess fyrir mismunun af ýmsu tagi verði best tryggð með sérlögum sem verði í fullu samræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Við munum á næstunni setja inn reglulega útskýringar á auðlesnu máli á samþykktum landsþings.

Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

 Endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. 

 Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar leggur mikla áherslu á að við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga verði tryggt að réttindi fatlaðs fólks njóti skýrrar og góðrar verndar. Landsþingið leggur áherslu á að þau réttindi og skyldur sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um, verði án frekari dráttar, innleidd í íslensk lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd með afdráttarlausum hætti. Landsþingið telur að réttindi fatlaðs fólks og vernd þess fyrir mismunun af ýmsu tagi verði best tryggð með sérlögum sem verði í fullu samræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Útskýring:

Mark-miðið með lögum um mál-efni fatlaðs fólks, er að tryggja fötluðu fólki jafn-rétti og sam-bærileg lífskjör við aðra þjóð-félags-þegna og skapa því skil-yrði til þess að lifa eðlilegu lífi.

Í lögunum segir líka að þá að miða við það sem segir í samningi Sam-einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Þessi mikil-vægi mann-réttinda-samningur var gerður árið 2007. Reynslan sýnir að alls staðar í heiminum hefur fatlað fólk færri tæki-færi og minni réttindi en aðrir.

Fatlað fólk fær ekki mjög mörg mann-réttindi sem flestir aðrir hafa. Þetta hafa þjóðir heims nú viður-kennt.  

Þess vegna ákváðu þær að gera sér-stakan samning um mann-réttindi fatlaðs fólks til að reyna að laga það sem þær hafa gert illa og þannig brotið gegn fötluðu fólki.

Margt fatlað fólk á mjög oft erfitt með að taka þátt í eðli-legu lífi eins og aðrir gera og allir vilja.

Það á erfitt með að vera í vinnu eða í skóla, fara í bíó eða á stjórn-mála-fund eða á æfingu eða á kaff-ihús eða í partý eða á ball, nema það fái  nauð-syn-lega aðstoð til þess eins og það á rétt og eins og viður-kennt er í lögum og mann-réttinda-samningum að það á rétt á.

Lands-samtökin Þroskahjálp telja að besta og örugg-asta  að-ferðin til að tryggja fötluðu fólki jafn-rétti og sam-bæri-leg  lífs-kjör og allir aðrir sé að hafa sér-stök lög um mann-réttindi fatlaðs fólks.

Og um þá að-stoð sem fólk þarf til að geta lifað eðli-legu lífi.

Þjóðir heims hafa telja nauð-synlegt að gera sér-stakan samning um mann-réttindi fatlaðs fólks.

Af ná-kvæm-lega sömu ástæðu telja Lands-samtökin Þroskahjálp best að hafa sér-stök lög um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi.