Skýrsla íslenskra stjórnvalda til SÞ um stöðu mannréttindamála á Íslandi. Umsagnir Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins birtist 10. ágúst sl. frétt um að skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefði verið send til Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum og verður hún tekin fyrir hjá vinnuhópi SÞ í nóvember nk.

Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins birtist 10. ágúst sl. frétt um að skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefði verið send til Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum og verður hún tekin fyrir hjá vinnuhópi SÞ í nóvember nk.

Frétt ráðuneytisins má nálgast hér: https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29729

 Skýrslu íslenskra stjórnvalda til SÞ má nálgast hér: https://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2016/UPR-lokautgafa-4.8.16.pdf

Í umsögn sem Landssamtökin Þroskahjálp sendu íslenskum stjórnvöldum 4. júlí sl. varððandi skýrsluna sem þá var í undirbúningi létu samtökin í ljós það álit að staða mannréttindamála hvað varðar fatlað fólk fengi miklu minna vægi í skýrslunni en tilefni væri til og eðlilegt væri í ljósi stöðu þeirra mála á Íslandi. Samtökin sendu mannréttidnafulltrúa SÞ einnig athugasemdir sínar varðandi stöðu mikilvægra mannréttindamála fatlaðs fólks á Íslandi.  

 Umsögn samtakanna varðandi skýrslu íslenskra stjórnvalda má nálgast hér:

http://www.throskahjalp.is/is/alit-og-umsagnir/til-vinnuhops-raduneyta-um-stodu-mannrettindamala-a-islandi.

 Athugsemdir sem samtökin sendu mannréttindafulltrúa SÞ má nálgast hér:

http://www.throskahjalp.is/static/files/PDF-SKJOL/submission_upr_throskahjalp_29032016.pdf