Tillögur og ábendingar Mannréttindaskrifstofu Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

 Dómsmálaráðuneytið                                                              Reykjavík, 14. september 2020.

Sölvhólsgötu 7

150 REYKJAVÍK

    Efni: Tillögur og ábendingar Mannréttindaskrifstofu Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

 1.Lágar örorkubætur.

 Örorkubætur sem fatlað fólk fær á Íslandi eru mun lægri en atvinnuleysisbætur og miklu lægri en lágmarkslaun á vinnumarkaði. Mjög margt fatlað fólk hefur litla sem enga möguleika til að auka þær tekjur með vinnu vegna fötlunar sinnar og/eða ósveigjanlegs vinnumarkaðar sem gefur fötluðu fólki fá og lítil tækifæri. Margt fatlað fólk þarf því að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu allt sitt líf. Örorkubætur er mun lægri en viðurkennt er af stjórnvöldum að einstaklingur þurfi til framfærslu í íslensku samfélagi.

Þessar lágu öorkubætur leiða því ekki aðeins til að fatlað fólk býr við fátækt, heldur einnig til þess að það hefur ekki rauhæfan möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í íslensku samfélagi. Með þessum lágu örorkubótum skerða íslensk stjórnvöld því raunhæf tækifæri fatlaðs fólk til að njóta mjög margra og margvíslegra efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra mannréttinda sem og stjórnmálalegra og borgaralegra réttinda. Allt fer það augljóslega í bága við skyldur stjórnvalda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016.

 2.Heildstæð lög um bann við mismunun.  

 Heildstæð lög sem banna mismunun á öllum sviðum samfélagsins, m.a. á grundvelli fötlunar, hafa ekki verið sett. Í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, sem öðluðust gildi 1. september 2018, segir að forsætisráðherra skuli innan eins árs frá gildistöku laganna leggja fram frumvarp á Alþingi um heildastæð mismununarlög sem banna mismunun á öllum sviðum , m.a. á grundvelli fötlunar. Þetta hefur ekki enn verið gert þó að nú séu 2 ár séu liðin frá gildistöku laganna og hafa stjónvöld ekki skýrt þá töf eða haft samráð við Landssamtökin Þroskahjálp um gerð frumvarpsins þrátt fyrir skýra skyldu til þess samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks.  

Heildstæð mismununarlög eru mjög mikilvæg fyrir mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi þar sem fatlað fólk þarf að þola margvíslega mismunun á ýmsum mikilvægum sviðum, s.s. um tækifæri til náms, til að eignast eigin heimili og njóta þar með tækifæra til sjálfstæðs lífs, fjölskyldu- og einkalífs o.fl.

Lög nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði, sem öðluðust gildi í október 2018 og  ná m.a. til fölunar og skertrar starfsgetu haf amjög lilu breytt vegna veikrar framkvædmar og eftirlits og býr fatlað fólk á Íslandi við mjög skerta möguleika á vinnumarkaði án þess að stjórnvöld hafi gert markvissar ráðstafanir til að mæta því. Ekki verður séð að íslensk stjórnvöld séu að huga að áhrifum þess áfatlað fólk að atvinnuleysi hefur aukist mjög mikið vegna Covid 19 og þá verður ekki séð að íslensk stjórnvöld seú neitt að meta áhrif aukinnar nýtingar gervigreindar á atvinnutækifæri fólks með þroskahömlun og/eða einhverfu.

 3. Sjálfstæð mannréttindastofnun.

 Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016. Þá segir í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: „Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður innleiddur.“

Samkvæmt 2. mgr. 33. gr. samningsins er aðildrríkjum skylt að koma á fót sjálfstæðri innlendri stofnun, sem uppfyllir svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles) til að hafa eftirlit með mannréttindum fatlaðs fólks. Íslenska ríkið hefur viðurkennt þessa skyldu. Þrátt fyrir þá skýru skyldu og viðurkenningu sína á hennivirðast íslensk stjórnvöld vera fallin frá áformum að setja slík stofnun á fót án þess að hafa skýrt það með nokkrum hætti. Í drögum að skýrslu um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld lögðu fram til kynningar nýlega segir að ekki sé gert ráð fyrir stofnuninni í fjármálaáætlun fyrir 2020- 2025 og verði því ekki hægt að koma henni á fót að svo stöddu. Landssamtökin Þroskahjálp telja nauðsynlegt að íslenska ríki skýri þetta og hvers vegna það telji réttlætanlegt að brjóta svo augljóslega gegn þessari þjóðréttarlegu skyldu sinni almennt og sérstaklega í ljósi mikillar þarfar fyrir sjálfstætt og skilvirkt eftirlit með að fatlað fólk njóti mannréttinda í íslensku samfélagi.

 4. Fullgilding valkvæðs viðauka við samning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

 Íslenska ríkið hefur ekki fullgilt viðaukann. Landssamtökin Þroskahjálp hafa hvatt þau til að gera það þar sem þau teja mikilvægt að bæta verulega eftirlit með mannréttindum fatlaðs fólks á Íslandi og myndi fullgilding viðaukans og sú kæruleið sem þá opnaðist fyrir fatlað fólk vera mikilvægur þáttur í því.

 5. Ráðstafanir vegna Covid 19 m.t.t. aðstæðna og þarfa fatlaðs fólks.

 Mikið hefur skort á að íslenska ríkið líti sérstaklega til aðstæðna og þarfa fatlaðs fólks og aðstandenda þess við úfærslu og framkvæmd ráðstafana vegna Covid 19, m.a. hvað varðar lokanir skóla og annarra staða þar sem fatlað fólk fær almennt lögbundna þjónustu. Lokanir skóla hafa t.a.m. bitnað verr á nemendum með þroskahömlun og/eða einhverfu en nemendum almennt, án þess að menntamálayfirvöld hafi hugað nægilega að því hvernig megi mæta þörfum þeirra til menntunar þegar skólum hefur verið lokað um lengri eða skemmri tíma.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) tekur undir ábendingar Landssamtakanna Þroskahjálpar en bendir á eftirfarandi þeim til viðbótar:

 6  Launamunur kynjanna.

 Enn hefur launamunur kynjanna ekki verið jafnaður þrátt fyrir ýmsar jákvæðar aðgerðir eins og kynjaða fjárlagagerð og jafnlaunavottun. Samkvæmt 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf sem og að öll fyrirtæki sem hafa fleiri en 25 starfsmenn skulu öðlast jafnlaunavottun. MRSÍ bendir á að mun fleiri fyrirtæki en ekki hafa færri en 25 starfsmenn svo að ástæða væri til að færa starfsmannafjöldann neðar. Einnig nægir ekki að kveða á um sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, það þarf beinlínis að endurmeta hefðbundin kvennastörf, svo sem umönnunarstörf svo ekki þyki sjálfsagt að laun í slíkum störfum séu langt undir launum iðnaðarmanna svo dæmi séu nefnd.

 7.  Mansal.

 Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar aðgerðir í mansalsmálum skortir enn á heildstæða nálgun og skilvirkt kerfi. Veita þarf auknu fjármagni til málaflokksins, auka þekkingu þeirra sem að slíkum málum koma og auka vitund almennings og skilning á mansali.

 8.  Atvinnuleysi meðal innflytjenda.

 Heildaratvinnuleysi í ágúst 2020 var 9,4% en hins vegar er hlutfall innflytjenda á atvinnuleysisskrá yfir 20%. Til skamms tíma hefur lægra hlutfall þeirra tekið þátt í úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar og þó mörg þeirra nýtist innflytjendum jafnvel og öðrum á atvinnuleyssisskrá þarf þó að gæta sérstaklega að stöðu þeirra. Vert er að minna á að þeir eru ólíklegri til að hafa víðstækt stuðningsnet fjölskyldu og vina hér á landi. Þá skal þess getið að innflytjendur sem ekki eru með ótímabundið atvinnuleyfi eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum missi þeir vinnuna og þurfa þeir því að leita á náðir sveitarfélags síns. Það getur haft áhrif á framlengingu dvalarleyfis þeirra og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. Ríkið þarf að skýra stöðu þessarra einstaklinga og hvort fyrirhugað er að bæta úr.

 9. Jafnréttisstofa.

Jafnréttisstofa sinnir framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þ. á m. veita og halda skrá yfir jafnlaunavottun, sjá 8. lið. Stofnunin hefur jafnframt með höndum eftirlit með framfylgd laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisfuppruna og jafna meðferð á vinnumarkaði. Þrátt fyrir svo umfangsmikið verksvið hefur lítið verið aukið við fjárframlög til stofnunarinnar og mannafla með sérþekkingu á þeim mismununarástæðum sem stofnuninni er ætlað að fjalla um.

 10. Landsáætlun í mannréttindamálum.

Megintilgangur með gerð og framkvæmd landsáætlana í mannréttindamálum er að auka þekkingu og vernd mannréttinda í sérhverju ríki. Alhliða og skipuleg nálgun í mannréttindamálum er líklegri til að tryggja að tilteknir viðkvæmir hópar eins og, börn, fatlað fólk, innflytjendur og jaðarsettir hópar njóti virkari mannréttindaverndar. Landsáætlarnir í mannréttindamálum hvetja m.a. til skilvirkni stjórnvalda í að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðasamningum um mannréttindi. Þær stuðla jafnframt að því að innlend löggjöf sé í fullu samræmi við alþjóðasamninga sem fullgiltir hafa verið og víðtækari skilningi og þekkingu á eðli og framkvæmd mannréttindasamninga. Mannréttindi ættu að vera samofin inn í allar aðgerðaáætlanir stjórnvalda, alla lagasetningu (t.d. með tilliti til kynjasjónarmiða í víðum skilningi, stöðu fatlaðs fólks og innflytjenda). Ríkið þarf að skýra hvers vegna ekki hafi verið gerð landsáætlun í mannréttindamálum.

 11. Brottfall námsmanna með innflytjendabakgrunn úr framhaldsskóla.

 Enn er hátt hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum meðal innflytjendabarna og skortir á sérstaka námsaðstoð til þeirra á svo þau standi jafnfætis samnemendum sínum hvað varðar tileinkun námsefnis. Skýra þarf hverju sætir.

 

 

Virðingarfyllst, 

f.h. Mannréttindaskrifstofu Íslands
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri

 

Nálgast má málið sem umsögnin á við hér.