List án Landamæra
Glæsileg opnunarhátíð Listar án landamaæra var í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. apríl sl. Það er sannarlega veisla í vændum, um 70 viðburðir um allt land og þátttakendur um 800. Dagskrá verður í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum,
Akranesi, Borgarnesi, Selfossi, Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og á
Egilsstöðum.
Dagskráin fer fram á allskyns vettvangi, þar á meðal er fyrrum sláturhús, strætóskýli, torg í borg sem og hefðbundnir
sýningarstaðir og salir.
Á döfinni eru leikrit, listsýningar, handverkssýningar og markaðir, geðveik kaffihús, ljóðalestur, gjörningar, tónleikar,
söngkeppnir, kvikmyndasýningar, karaoke, skapandi þrautabrautir og óvæntir pop-up viðburðir.
Dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast hér á
síðunni.