Umfjöllun Stöðvar 2 um vistheimili

Mynd: Stöð 2 / Vísir
Mynd: Stöð 2 / Vísir

Talið er að um 5.000 börn hafi dvalið á um 30 vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Stöð 2 fjallar nú um málið í sjónvarpinu og leitar að viðmælendum.

Í umfjöllun Stöðvar 2 um vistheimili er talað við umsjónarmann sanngirnisbóta, Halldór Þormar. Hann segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma og að það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá.

Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur.
Stöð 2 leitar að fólki sem vill segja frá eigin reynslu af vistheimilum eða hefur upplýsingar um þau. Hægt að hafa samband á netfanginu vistheimili@stod2.is.