Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Einhverfusamtakanna um frumvarp til laga um happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti (bann við spilakössum), 629. mál.

Rannsóknir sýna að fólk með þroskahömlun og/eða einhverfu er berskjaldað fyrir spilafíkn af því tagi sem lýst er í umsögn embættis landlæknis, dags. 26. maí 20201, um frumvarpið. Þá er skortur hér á landi á viðeigandi meðferð við fíkn fyrir fólk með þroskahömlun og/eða einhverfu.

Með vísan til þess sem að framan segir og þess sem fram kemur í umsögn landlæknis styðja Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin bann við spilakössum.

 

Virðingarfyllst,

Bryndís Snæbjörndsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp

Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna

 

Nálgast má frumvarp sem umsögnin á við hér.