Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, nr. 120/2022 (öryggi í leigubifreiðaþjónustu og starfsumhverfi leigubifreiðastjóra)

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, nr. 120/2022 (öryggi í leigubifreiðaþjónustu og starfsumhverfi leigubifreiðastjóra)

 

                 12. mars  2025

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir, einhverft fólk  og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.

Samtökin fagnar áformum um  breytingar til að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggari leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur. 

Samtökunum hefur  borist fjöldi ábendinga  þess efnis að farþegar hafi þurft að greiða verulega háar fjárhæðir fyrir ferðir  og engar leiðir hafi verið fyrir notendur til að koma sínum kvörtunum á framfæri. 

Fatlað fólk er oft mjög berskjaldað gagnvart misnotkun, þ.m.t. fjárahagslegri og ofbeldi af öllu tagi, eins og rannsóknir sanna. Það er mjög mikilvægt að auðrekjanlegt sé hvaða leigubifreið og eða leigubifreiðastöð viðkomandi hefur átt í viðskiptum við. Vegna þessa er nauðsynlegt að gera  þessar breytingar og að lögum og mikilvægt að felld verði niður  heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubílastöð þar sem aðeins ein leigubifreið hefur afgreiðslu sem og þær breytingar að leigubifreiðastöðvum verði gert að taka við rafrænum upplýsingum um upphafs- og endastöð ferðar, um staðsetningu meðan á ferðinni stendur, að greiðsla sé skráð í gjaldmæli eða með öðrum fullnægjandi hætti að ferð lokinni og að  að aðrar nauðsynlegar ráðstafanir verði til að tryggja öryggi og réttindi neytenda. 

 

Virðingarfyllst. 

Unnur  Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

 

Nálgast má málið sem umsögnin á við hér