Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið framkvæmdaáætlunina til umsagnar.
Landssamtökin Þroskahjálp fagna gerð framkvæmdáætlunarinnar og telja að í henni sé margt mikilvægt að finna m.t.t. réttinda, verndar og þjónustu við börn. Áherslur sem þar er að finna varðandi snemmtæka íhlutu, samræmingu milli kerfa og málstjóra er t.a.m. mjög mikilvæg fyrir fötluð börn.
Samtökin vilja að gefnu tilefni árétta mikilvægi þess að fötluð börn sem fá þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir fái einnig alla þá vernd og þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og reglum á sviði barnaverndar, burtsé frá því hvar þau búa eða dveljast um lengri eða skemmri tíma. Samtökin leggja því til að það verði sérstaklega áréttað í framkvæmdaáætluninni með skýrum og viðeigandi hætti
Virðingarfyllst,
f.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar,
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri