Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 54. mál.
Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfærandi við velferðarnefnd varðandi það.
Aldurstengdri örorkuuppbót er m.a. ætlað að koma til móts við þann hóp sem hefur oft óverulegar lífeyris- og fjármagnstekjur. Þá er eignastaða þess hóps oft lakari en þeirra sem verða fyrir skerðingu eða veikjast sÍðar á lífsleiðinni. Það á við hjá fólki sem svo háttar til um og hefur verið á örorkubótum og nær 67 ára aldri. Með vísan til framangreinds lýsa Landssamtökin Þroskahjálp stuðningi við frumvarpið.
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Nálgast má lagafrumvarpið sem umsögnin á við hér.