Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um almannatryggingar (upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir), 69. mál

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um almannatryggingar (upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir), 69. mál


Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi það.

 

Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir þau rök og sjónarmið, sem fram koma í greinargerð í frumvarpinu, um mikilvægi þess að ávallt sé gætt meðalhófs við eftirlit og hvað varðar kröfur um upplýsingar og að þess sé sérstaklega gætt að virða mannréttindi þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, s.s. rétt þeirra til einkalífs, persónuverndar, sjálfræðis og sjálfstæðis.

 

Virðingarfyllst,
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.

 

Nálgast má frumvarpið sem umsögnin á við hér