Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi það.
Aldurstengri örorkuuppbót er m.a ætlað að vera ígildi greiðslna úr lífeyrissjóði hjá þeim einstaklingum sem vegna fötlunar sinnar hafa ekki eða mjög takmarkað áunnið sér þau réttindi með þátttöku á vinnumarkaði.
Almennt er talið að eftirlaun fólks eigi að standa á þremur stoðum, þ.e. greiðslur almannatrygginga, greiðslur úr lífeyrissjóði og fráls lífeyrissparnaður einstaklinga.
Hjá einstaklingi sem hefur stærstan hluta af starfsævi sinni verið utan vinnumarkaðar vegna örorku eru mestar líkur á að tvær af þessum stoðum séu ekki eða mjög lítið til staðar. Þess vegna þarf stuðningur almanntrygginga að vera meiri við þá einstaklinga. Það er því órökrétt og mjög ósanngjarnt að skerða bætur almannatrygginga gagnvart þeim hópi fólks, eins og nú er gert.
Með vísan til þess sem að framan segir mæla Landssamtökin Þroskahjálp eindregið með að frumvarpið verði samþykkt.
Virðingarfyllst.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Nálgast má frumvarpið sem umsögnin á við hér: