Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar
Greiðsla miskabóta til einstaklinga er, að mati samtakanna, ósambærileg við tekjur sem þeir fá að því leyti að með þeim bótum er verið að bæta áfall eða órétt af einhverjum toga sem hlutaðeigandi einstaklingar hafa orðið fyrir. Það stenst því hvorki m.t.t. sanngirni né málefnalegra raka að slíkar greiðslur skerði lífeyri almannatrygginga til þeirra sem í hlut eiga eins og er samkvæmt gildandi reglum.
Samtökin mæla því eindregið með að frumvarpið verði samþykkt.
Virðingarfyllst.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Nálgast má frumvarp sem umsögn á við hér