Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð (skerðingarlaus atvinnuþátttaka öryrkja)

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð (skerðingarlaus atvinnuþátttaka öryrkja), 68. mál.

            13. desember 2022

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að fá frumvarpið sent til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við velferðarnefnd og Alþingi varðandi það.

Öryrkjar eru sá hópur fólks sem býr við alverstu kjörin í íslensku samfélagi. Mjög mikilvægt er að greiða fyrir að öryrkjar sem geta unnið og aflað sér einhverra tekna til viðbótar þessum lágu örorkubótum geti gert það. Hvati til þess er mikilvægur fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga og samfélagið í heild.

Landssamtökin Þroskahjálp lýsa því stuðningi við frumvarpið.

 

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

 

Nálgast má lagafrumvarp sem umsögnin á við hér.