Velferðarnefnd Alþingis.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (skilyrði fjárhagsaðstoðar). (Þingskjal 732 458. mál).
Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að fá ofangreint lagafrumvarp sent til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við velferðarnefnd varðandi frumvarpið.
Velferðarnefnd Alþingis.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (skilyrði fjárhagsaðstoðar). (Þingskjal 732 458. mál).
Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að fá ofangreint lagafrumvarp sent til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við velferðarnefnd varðandi frumvarpið.
Afstaða verður ekki tekin til þess sem lagt er til í frumvarpinu án þess að líta mjög til ákvæðis 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar:
Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjukleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu hefur því verulega þýðingu hvað varðar skilgreiningu löggjafans á velferðarkerfinu og mörkum þess.
Í ljósi þess telja Landssamtökin Þroskahjálp afar mikilvægt að frumvarpið fái mjög vandaða umfjöllun og afgreiðslu af hálfu Alþingis.
Samtökin vilja einnig benda á að hér sem endranær er vænlegast til árangurs að sýna fólki virðingu svo sem stjórnvöldum ber að gera samkvæmt mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist og viðurkennt er samkvæmt íslenskum lögum og sjónarmiðum varðandi góða stjórnsýsluhætti. Stuðningur og hvatning til virkni er mjög mikilvægur þáttur í slíkri virðingu.
Þá vilja samtökin í þessu sambandi sérstaklega benda löggjafanum og hlutaðeigandi stjórnvöldum á skyldu þeirra til að huga sérstaklega að einstaklingum sem eru með geðræn vandamál eða einhverfu eða aðra fötlun sem getur leitt til þess að þeir eiga erfitt með að uppfylla skilyrði af því tagi sem frumvarpið heimilar og eiga vegna fötlunar sinnar einnig afar erfitt með að gera hlutaðeigandi stjórnvöldum grein fyrir fötlun sinni og aðstæðum. Löggjafinn og hlutaðeigandi stjórnvöld verða að gæta þess að staða þessara einstaklinga verði ekki verri en er nú, verði frumvarpið að lögum, og gera viðeigandi og fullnægjandi ráðstafanir í því skyni.
2. mars 2016,
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.