Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (tannheilbrigðisþjónusta fyrir börn, aldraða og öryrkja).
4. apríl 2024
Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk og fötluð börn. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.
Samtökin fagna frumvarpinu að bættri þjónustu að tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn, aldraða og öryrkja og að ekki skuli takmarka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannheilbrigðisþjónustu, tannlækninga og tannréttinga aldraðra og öryrkja sem hafa engar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga sem og aðrar opinberar greiðslur sem tengjast örorku- og ellilífeyrisréttindum.
Eins og kemur fram í greinagerðinni er mikilvægt er að öll börn hafi aðgang að gjaldfrjálsri tannheilbrigðisþjónustu og þá einnig tannréttingum. Sérstaklega er mikilvægt að tryggja að öll sem fæðast með skarð í vör, klofinn góm eða vegna meðfæddra galla njóti stuðnings frá Sjúkratyggingum Ísland óháð alvarleika þeirra og hvort aðgerðin teljist nauðsynleg.
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Nálgast má málið sem umsögnin á við hér