Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd fyrir að hafa sent samtökunum þingsályktunartillöguna til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi hana.
Landssamtökin Þroskahjálp lýsa ánægju með þingsályktunartillöguna.
Samtökin vilja taka fram að þau telja rétt og mikilvægt að þjónustueiningin verði innan heilbrigðiskerfis ríkisins en ekki sett í hendur félagsamtaka eða sjálfseignarstofnunar.
Þá leggja samtökin áherslu á mikilvægi þess að sú þekking sem er til staðar innan barnaspítala verði nýtt vel sem og að nægilegt fjármagn til verkefnisins verði tryggt.
Virðingarfyllst,
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri
Þingsályktunartillögunina sem umsögnin á við má skoða hér