Unnur Helga Óttarsdóttir
Landssamtökin Þroskahjálp hafa kosið nýjan formann, Unni Helgu Óttarsdóttur, á landsþingi sínu í dag sem fram fer í dag á Grand Hótel. Unnur er sérkennari að mennt og hefur starfað við kennslu frá árinu 2005. Hún á dóttur með Downs heilkenni, hefur barist ötullega fyrir hennar hagsmunum, og var formaður og stjórnarmaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni um skeið.
Fráfarandi formaður er Bryndís Snæbjörnsdóttir, en hún hefur gengt embætti formanns frá árinu 2013 og sinnt því af miklum krafti og ástríðu.
Landssamtökin Þroskahjálp óska Unni Helgu innilega til hamingju með kjörið og við hlökkum til samstarfsins við hana. Þá kveðja samtökin Bryndísi með söknuði og bestu þökkum fyrir góð störf í þágu Þroskahjálpar og fatlaðs fólks í samfélaginu öllu.