Þroskahjálp stóð að afar vel heppnuðum fundi um hvernig við byggjum brýr á milli fólks með skerta starfsgetu og atvinnulífsins, og tækifærum fyrirtækja, ásamt Samtökum atvinnulífsins, ÖBÍ og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Ljóst er að samvinna og samstaða er lykilatriði til að auka tækifæri fatlaðs fólks á vinnumarkaði og því var frábært að geta leitt saman fulltrúa atvinnulífsins, starfsendurhæfingar- og virkniúrræða og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks.
Sara Dögg, sem starfar hjá Þroskahjálp við að kortleggja tækifæri og efla samstarf í mennta- og atvinnumálum fatlaðs fólks, og kom að skipulagningu fundarins, var í kjölfarið í tíu fréttum RÚV.