Sunna Dögg, Unnur Helga og Anna Lára í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna
Nú erum við komin heim eftir þátttöku okkar á ráðstefnu aðildarríkja að samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem haldin var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Þangað fórum við í för með Guðmundi Inga, félags- og vinnumarkaðsáðherra sem hluti af sendinefnd Íslands. Guðmundur Ingi var fyrsti íslenski ráðherrann til að mæta á ráðstefnu um þetta málefni. Það er fagnaðarefni og enn ánægjulegra að að heyra hann taka svo sterkt til orða og lýsir því afdráttarlaust yfir að tími breytinga sé runninn upp. Við leyfum okkur að vera bjartsýn!
ráðstefnan hér í New York staðfestir líka að við erum öflugir bandamenn því öll þau málefni sem við höfum sett á oddinn í okkar mannréttindabaráttu heima á Íslandi er til umfjöllunar hér á þessum risastóra alþjóðlega vettvangi.
Það er síst minna fagnaðarefni að fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks á Íslandi sé einnig boðið að taka þátt í þessum mikilvæga fundi og hafi um leið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, útvíkka tengslanetið og fá innsýn í starf Íslands á alþjóðavettvangi.
Við höfum auðvitað boðið fram liðsinni í því verkefni að koma málefnum fatlaðs fólks betur inn í áherslur og verkefni Íslands á alþjóðavettvangi - ráðstefnan hér í New York staðfestir líka að við erum öflugir bandamenn því öll þau málefni sem við höfum sett á oddinn í okkar mannréttindabaráttu heima á Íslandi er til umfjöllunar hér á þessum risastóra alþjóðlega vettvangi.
Það er mikilvægt fyrir fólk sem vill standa í framlínu mannréttindabaráttu að fá tækifæri til þess að taka þátt í fundi eins og þessum. Við fengum gott yfirlit yfir stöðu réttinda fatlaðs fólks í heiminum, kynntumst samherjum sem standa í sömu baráttu, lærðum margt og mikið og gátum einnig miðlað ýmsu úr okkar starfi hjá Þroskahjálp. Það er magnað að sjá hvað við erum að gera margt vel.
Það gaf manni aukinn kraft og trú á að metnaðarfulla teymið okkar hjá Þroskahjálp og allir eldhugar sem standa í mannréttindabaráttu um heim allan, getum í raun breytt heiminum - eitt skref skrefi í einu en þó alltaf í rétta átt
Það var algjörlega magnað að fá að valsa um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna - þar sem sumar af stærstu ákvörðunum heimsmálanna eru ræddar og teknar og þeim framfylgt. Það gaf manni aukinn kraft og trú á að metnaðarfulla teymið okkar hjá Þroskahjálp og allir eldhugar sem standa í mannréttindabaráttu um heim allan, getum í raun breytt heiminum - eitt skref skrefi í einu en þó alltaf í rétta átt.