Fjölmiðlakonan Steinunn Ása prófar sýndarveruleika Þroskahjálpar.
Það eru kosningar 14. maí og þú getur komið og æft þig að kjósa með sýndarveruleika hjá Þroskahjálp.
Það verður opið í tvær vikur fyrir kosningar, þrjá daga í viku.
Sýndarveruleikinn er alvöru kjörstaður þar sem þú getur æft þig í að mæta á kjörstað, athuga í hvaða kjörklefa þú átt að fara, lærir hvaða gögn þarf að hafa með, hvernig þú lætur merkja við þig á kjörskrá og færð kosningaseðil og svo hvernig það er að fara inn í kjörklefa og kjósa og setja atkvæðið þitt svo í kjörkassann.
Starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika.
Fræðslan fer fram á Háaleitisbraut 13, á 4. hæð alla daga nema einn, en þá verðum við hjá Fjölmennt, Vínlandsleið 14.
Þroskahjálp, Háaleitisbraut 13, 4. hæð
Mánudagur 2. maí, kl. 15–18
Miðvikudagur 4. maí, kl. 15–18
Föstudagur 6. maí, kl. 14–17
Miðvikudagur 11. maí, kl. 15–18
Föstudagur 13. maí, kl. 14–17
Fjölmennt, Vínlandsleið 14.
Mánudagur 9. maí, kl. 15–18
Verið hjartanlega velkomin – við tökum vel á móti þér!
Hér er hægt að horfa á frétt á RÚV um sýndarveruleika verkefni Þroskahjálpar.