Upphaf almanntrygginga á Íslandi í núverandi mynd má rekja til fjórða áratugar síðustu aldar. Í gegnum aldirnar höfðu Íslendingar þó haft kerfi sem skyldaði sveitarfélög til að framfæra fólk sem ekki var fært um það sjálft. Á öllum tímum hefur fjöldi þeirra sem þurfa slíka aðstoð frá samfélaginu verið til umræðu og skoðunar. Smám saman hefur almannatryggingakerfið þó öðlast þann sess að vera talið réttindi og hluti af samfélagsáttmálanum svonenfnda. Fólk vill almennt að þeir sem vegna aldurs, fötlunar eða sjúkdóma geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu eigi þrátt fyrri það að geta lifað lífi sem sé okkur öllum samboðið. Samt sem áður er stöðugt deilt um það hversu mikill þessi stuðningur eigi vera í krónum og aurum talið. Aldrei verður sú umræða þó háværari en í aðdraganda kosninga þar sem þeir sem ekki hafa haldið um stjórnvölinn keppast við að bjóða gull og græna skóga en þeir sem ráðið hafa lofa bót og betrun.
Til umhugsunar
Umfjöllun um málefni fatlaðs fólks sem sett er fram af undirrituðum og á hans ábyrgð.
Elli- og örorkulífeyrir. - Eitt og það sama eða tvennt ólíkt?
Upphaf almanntrygginga á Íslandi í núverandi mynd má rekja til fjórða áratugar síðustu aldar. Í gegnum aldirnar höfðu Íslendingar þó haft kerfi sem skyldaði sveitarfélög til að framfæra fólk sem ekki var fært um það sjálft.
Á öllum tímum hefur fjöldi þeirra sem þurfa slíka aðstoð frá samfélaginu verið til umræðu og skoðunar. Smám saman hefur almannatryggingakerfið þó öðlast þann sess að vera talið réttindi og hluti af samfélagsáttmálanum svonenfnda. Fólk vill almennt að þeir sem vegna aldurs, fötlunar eða sjúkdóma geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu eigi þrátt fyrri það að geta lifað lífi sem sé okkur öllum samboðið.
Samt sem áður er stöðugt deilt um það hversu mikill þessi stuðningur eigi vera í krónum og aurum talið. Aldrei verður sú umræða þó háværari en í aðdraganda kosninga þar sem þeir sem ekki hafa haldið um stjórnvölinn keppast við að bjóða gull og græna skóga en þeir sem ráðið hafa lofa bót og betrun.
Síðustu vikur hafa þessi mál því verið áberandi í opinberri umræðu og gerðar hafa verið breytingar á núverandi lögum um almannatryggingar sem snúa aðallega að kjörum eldri borgara. Hvað varðar öryrkja náðist ekki sátt um innihald breytinga. Þar kemur ef til vill í ljós sá munur sem er á afkomu þessara hópa.
Almennt er talið að þegar fólk undirbýr efri ár sín eftir að launavinnu lýkur þurfi það að byggja væntanlega framfærslu á þremur stoðum, þ.e.a.s. almanntryggingakerfinu, almenna lífeyrisjóðakerfinu og nú hin síðari ár séreignar-lífeyriskerfinu. Tvær síðasttöldu stoðirnar ganga út frá að fólk hafi verið á vinnumarkaði og eigi þar af leiðandi einhverja sjóði til að ganga í á efri árum. Bæði þessi lífeyriskerfi verða stöðugt stærri hluti af framfærslu eldri borgara á Íslandi og eru nú þegar orðin mun stærri en greiðslur ellilífeyris í almannatryggingum.
En hvernig er þessu varið með öryrkja? Margir þeirra hafa verið utan vinnumarkaðarins frá unga aldri og fá því litlar sem engar tekjur úr lífeyrissjóðum né hafa þeir safnað sér séreignarlífeyrirsparnaði. Hluti hópsins hefur búið við örorku allan sinn starfsaldur eins og t.a.m. er algengt um fólk með þroskahömlun.
Ellilífeyrir er réttur sem allir öðlast á ákveðnum degi í lífi sínum. Örorka er hins vegar réttur sem er bundin við afleiðingra ákveðinna skerðinga eða langtímaveikinda sem þarfa að sanna fyrir opinberum aðilum með ýmsum gögnum.
Eftirlaunaþegar hafa flestir komið sér upp eignum sem fæstum öryrkjum hefur tekist að gera. Eftirlaunaþegar hafa sjaldnast fyrir neinum öðrum að sjá en sjálfum sér. Því er oft öðru vísi farið með öryrkja.
Ýmis önnur atriði eru einnig ólík. Það er til dæmis mjög æskilegt nauðsyn að hafa bótakerfi sem mest atvinnuhvetjandi fyrir öryrkja. Þau rök eiga ekki eins við um eftirlaunaþega. Það að greiða fyrir og hvetja unga öryrkja til atvinnuþáttöku byggist á töluvert öðrum rökum og sjónarmiðum en sú skoðun að það geti verið ósanngjarnt að fólk sem er orðið 67 ára geti ekki unnið án þess að það skerði kjör þeirra hjá almannatryggingum.
Þessir tveir hópar, þ.e. aldraðir og öryrkjar, virðist því þegar grannt er skoðað eiga það eitt sameiginlegt að hafa ekki launaða vinnu sem nægir til framfærslu. Í örorkubótakerfinu verður hið opinbera kerfi til frambúðar helsti veitandi bótanna, meðan lífeyrirsjóðir og séreignasparnaður munu taka yfir stærri hluta ellilífeyris.
Því ber að fagna að nú sé ráðgert að gera frekara átak í því að efla starfsendurhæfingu. Sú endurhæfinga þarf jafnframt að standa öllum til boða.
Starfsgeta í stað örorku
Nú er til skoðunar að taka upp svokallað starfsgetumat í stað örorkumats. Með því yrðu teknar upp hlutabætur miðað við útkomu slík mats. Einstaklingur sem metinn væri með 50 % starfsgetu fengi þar af leiðandi 50% bætur. Til að þaþð gangi upp verður vinnumarkaðurinn sem aðeins vill starfsfólk með 100% starfsgetu að breytast .
Það er útbreiddur misskilningur að starfsgeta sé einvörðungu mælikvarði á því hversu langan vinnudag hver og einn getur unnið, þ.e. einhvers konar jafna sem gengur upp þannig að einstaklingur með 50 % starfgetu geti unnið 4 tíma á dag. Þetta er mikil einföldun. Skert starfsgeta kemur einnig fram í því hversu fjölbreytt starf fólk getur leyst af hendi á vinnustaðnum, hvort starfsfólk geti átt tímabil sem það sé frá vinnu vegna veikinda og síðast en ekki síst hvort fólk skilar þeirri framleiðni sem krörur eru almennt gerðar um. Vinnustaðir þurfa því að breytast varðandi settar kröfur til að koma til móts við þessar aðstæður og þarfir.
Er ef til vill kominn tími til að að að beita annari aðferðafræði við ákvörðun örorkulífeyris en gert er við ellilífeyri almannatrygginga? Þurfa aðilar vinnumarkaðarins ef til vill að líta í eigin barm og skoða atvinnuþátttöku fatlaðs fólks út frá félagslegu sjónarhorn í stað þess að einblína á skerðingu einstaklingsins?
Hugsum um það.
Friðrik Sigurðsson