Hvað gerist þegar fólk nær 18 ára aldri?

Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðaráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár. Fyrstu tvö kvöldin voru í maímánuði og var þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks við 18 ára aldur . Í september verða þrjú fræðslukvöld til viðbótar um nám að loknum framhaldsskóla, atvinnumál og að flytja að heiman. Öll fræðslukvöldin verða að Háaleitisbraut 13. 4. hæð.

Landssamtökin Þroskahjálp  í samvinnu við  réttindavakt velferðaráðuneytisins  standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár.

Fyrstu tvö kvöldin voru í maímánuði og var þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks  við 18 ára aldur . Í september verða þrjú fræðslukvöld til viðbótar um  nám að loknum framhaldsskóla, atvinnumál og að flytja að heiman.

Öll fræðslukvöldin verða að Háaleitisbraut 13. 4. hæð.

 Þessi fræðslukvöld eru í september:

 Miðvikudaginn 7. september kl. 20.00-22.00

Nám að loknum framhaldsskóla hvað er í boði

  • Kynning á diplómanámi við menntavísindasvið H.Í.
    • Ágústa Björnsdóttir og Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
    • Kynning á diplómanámi við Myndlistarskólann í Reykjavík
      • Margrét Norðdahl og Birkir Sigurðsson
      • Kynning á Fjölmennt símenntunamiðstöð
        • Helga Gísladóttir

  Miðvikudaginn 14. september kl. 20.00-22.00

Atvinnumöguleikar fatlaðs fólks að loknum framhaldsskóla

  • Vinnumálstofnun
    • Ragnheiður Hergeirsdóttir, Bryndís Theodórsdóttir
    • Vinna og verkþjálfun
      • Halldóra Þ. Jónsdóttir formaður Hlutverks samtaka um vinnu og verkþjálfun

  Fimmtudaginn 29. september kl. 20.00-22.00

Að flytja úr foreldrahúsum

  • Lög og reglugerðir um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum
    • Jarþrúður Þórhallsdóttir réttindagæslumaður  
    • Hvernig er staðið að því að sækja um  búsetuþjónustu og húsnæði
      • Þórdís L Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg 

Við biðjum ykkur um að skrá þátttöku á asta@throskahjalp.is