Ein miljón - Þinn stuðningur skiptir máli fyrir samtökin

Þroskahjálp leitar eftir stuðningi. Við treystum á að fólk drullist með okkur og taki þátt í þessu stórskemmtilega leik sem Mýrarboltinn hefur sett af stað til að styðja góð málefni. Þroskahjálp er eitt af þessum málefnum og treystir á sitt fólk til að drullast til að taka þátt og styðja gott málefni.

Þroskahjálp leitar eftir stuðningi. Við treystum á að fólk drullist með okkur og taki þátt í þessu stórskemmtilega leik sem Mýrarboltinn hefur sett af stað til að styðja góð málefni. Þroskahjálp er eitt af þessum málefnum og treystir á sitt fólk til að drullast til að taka þátt og styðja gott málefni.

Þú skoppar inn á vefsíðuna drullastu.visir.is/ framkvæmir svo eftirfarandi.

  1. VELDU MÁLEFNI (Þroskahjálp)
  2. TENGDU ÞIG MEÐ FACEBOOK (fésbók á Íslensku)
  3. RÁÐSTAFAÐU FJÁRMUNUM.
  4. DEILDU GLEÐINNI (meðal vina, ættingja, vinnufélaga og allra sem þú veist að vilja drullast til að leggja góðu málefni lið)

Ein milljón króna til góðgerðamála

Mýrarboltinn í samstarfi við Landsbankann, Avis bílaleigu og Carlsberg hafa lagt til eina milljón króna í sjóð sem svo verður deilt niður á félögin fjögur. Almenningur getur haft áhrif á ráðstöfun þessa sjóðs með því að fara inná visir.is/drullastu og kjósa það félag sem viðkomandi þykir að eigi rétt á stæðstum hluta kökunnar. Netverjar eru eindregið hvattir til að deila upplifun sinni áfram í gegnum þartilgerðan Facebook vinkil til að sem flestir láti til sín taka í valinu á milli félaga. Rúsínan í pylsuendanum felst svo í að sjá þetta framáfólk verða fyrir barðinu á alvöru íslenskri drullu.

Slóðin er www.visir.is/drullastu og við hjá Þroskahjálp treystum á þig til að drullast til að leggja okkur lið. Þeir sem vilja svo alvöru drullu er bent á http://www.myrarbolti.com/ um verslunarmannahelgina.