Yfirlýsingar og umræður

Til umhugsunar - Ögurstund í húsnæðismálum?

Ögurstund er það kallað þegar breyting verður á sjávarföllum. Þegar hættir að fjara og byrjar að falla að. Það er auðvitað hrífandi á sinn hátt en þó kannski ekki stórkostlega merkilegt. En það boðar alltaf miklar breytingar. Eins er það með mannanna verk að breytingar sem ekki virðast miklar við fyrstu sýn geta haft mikil áhrif í fyllingu tímans. Það fylgir því þess vegna oft mikil ábyrgð að breyta áherslum. Stjórnvöld sem fara með völd fyrir hönd almennings verða að gæta vel að því. Allt frá árinu 1979 hafa hérlend stjórnvöld haft þá stefnu að reyna eftir fremsta megni að laga búsetuúræði fyrir fólk með þroskahömlun að því sem almennt tíðkast í samfélaginu. Draga úr aðgreiningu og stuðla að sjálfstæði og eðlilegu lífi og samfélagslegri þátttöku.
Lesa meira

Til Umhugsunar - Af fjölmiðlum, fólki og fyrirfólki

Umfjöllun um málefni fatlaðs fólks sem sett er fram af undirrituðum og á hans ábyrgð. Í tilefni af 40 ára afmæli Landssamtakanna Þroskahjálpar var ákveðið að styrkja Átak, félag fólks með þroskahömlun, til að standa fyrir stoltgöngu fólks með þroskahömlun og annars fatlaðs fólks sem myndi tengjast Fundi fólksins við Norræna húsið 3. september sl.
Lesa meira

„Til umhugsunar“ – Föstudagspistlar Friðriks Sigurðssonar.

Friðrik Sigurðsson fyrrverandi, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, mun á næstunni birta hér á heimasíðu samtakanna pistla um ýmislegt sem varðar málefni, hagsmuni og réttindi fólks með þroskahömlun og annars fatlaðs fólks.
Lesa meira