Fréttir

Lokað

Skrifstofa samtakanna verður lokuð í dag 18. janúar vegna útfarar Stefáns Konráðssonar samstarfsmanns okkar.
Lesa meira

Stefán Konráðsson starfsmaður okkar er látinn.

Stebbi okkar lést úr hjartaáfalli sl. föstudag. Stebbi starfaði hjá Þroskahjálp í mörg, mörg ár, sem sendill, einstaklega greiðvirkinn, samviskusamur og ábyrgur.
Lesa meira

Fundur með forsætisráðherra.

Formenn Landsamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands áttu í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.
Lesa meira

Almanakshappdrættið 2019

Búið er að draga í almanakshappdrættinu 2019. Vinningar eru allt innrammaðar myndir eftir íslenska listamenn.
Lesa meira

Orð eru til alls fyrst en verkin verða að tala

Ný lög um þjónustu við fatlað fólk og breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga tóku gildi 1. október sl. Þar er tekið í íslensk lög margt mikilvægt sem mælt er fyrir um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira

Gleðileg jól

Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá hádegi 21. des. Opnum aftur 2. janúar. Óskum öllum vinum og velunnurum samtakanna gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 70 ára

Mannréttindayfirlýsing var samþykkt á alsherjarþingi SÞ 10. desember 1948. Mannréttindayfirlýsingin hefur verið og er enn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undirstaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi.
Lesa meira

MÚRBRJÓTUR LANDSSAMTAKANNA ÞROSKAHJÁLPAR 2018

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi og Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, hljóta Múrbrjótinn 2018. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember ár hvert. Í tilefni af því og í tengslum við samkomu sem Ás styrktarfélag og Átak, félag fólks með þroskahömlun héldu í tilefni dagsins og þess að félögin eiga 60 og 25 ára afmæli á þessu ári veitti Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn.
Lesa meira

Alþjóðadagur fatlaðra

Alþjóðadagur fatlaðra er haldinn um heim allan 3. desember. Fyrsti alþjóðlegi dagur fatlaðs fólks var haldinn af Sameinuðu þjóðunum árið 1992. Þroskahjálp hefur óslitið frá árinu 1993 haldið uppá þennan dag með því að veita Múrbrjóta þeim aðilum sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð.
Lesa meira

Reglugerðir um starfsleyfi þeirra sem sinna félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk

Tekið hafa gildi tvær nýjar reglugerðir félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem kveðið er á um að félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir þjónustu- og rekstraraðilar sem sinna félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum þar að lútandi, skuli starfa á grundvelli starfsleyfis frá velferðarráðuneytinu.
Lesa meira