Fréttir

Fundur með dómsmálaráðherra um mál Ólafs Hafsteins Einarssonar, vistun fatlaðra barna og fullorðins fatlaðs fólks.

Í gær var haldinn fundur í dómsmálaráðuneytinu þar sem rætt var um mál Ólafs Hafsteins Einarssonar, sem var vistaður í nokkur ár á Bitru í Hraungerðishrepp þar sem var rekið kvennafangelsi í sama húsnæði af sömu aðilum og önnuðust þá fötluðu einstaklinga sem þar voru.
Lesa meira

Áhuga- og sinnuleysi um mannréttindi fatlaðs fólks.

Ólafur hefur óskað eftir því að fá viðtal við dómsmálaráðherra, sem jafnframt er ráðherra mannréttindamála, til að gera grein fyrir reynslu sinni af stöðum þar sem fatlað fólk hefur verið vistað, meðal annars í kvennafangelsinu að Bitru í Hraungerðishreppi. Engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við þeirri beiðni Ólafs.
Lesa meira

Fundur með heilbrigðisráðherra

Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar funduðu í dag með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir .
Lesa meira

Opið er fyrir umsagnir og athugasemdir um löggjöf umönnunargreiðslna til foreldra með langveik eða fötluð börn.

Nú hefur Velferðarráðuneytið birt til umsagnar áfangaskýrslu með tillögum starfshóps sem vinnur að endurskoðun löggjafar um fjárhagslegan stuðning til fjöskyldna fatlaðra og langveikra barna. Frestur til að skila umsögnum er til 12. mars næstkomandi (sjá nánar með því að smella á link). Friðrik Sigurðsson verkefnastjóri sat í þessum starfshóp fyrir hönd Þroskahjálp, svo athugasemdir og umsagnir má einnig senda á hann í fridrik@throskahjalp.is .
Lesa meira

Ofbeldi gegn fötluðu fólki.

Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja ákvæðum hans. Í formálsorðum samningsins segir: Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum, viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, að verða þolendur ofbeldis, áverka eða misþyrminga, afskiptaleysis eða vanrækslu, illrar meðferðar eða
Lesa meira

Umboðsmaður Alþingis minnir stjórnvöld á skyldur þeirra samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Umboðsmaður Alþingis hefur lögum samkvæmt eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga Hann sendi nýlega frá sér álit sem varðar rétt fatlaðrar konu til ferðaþjónustu. Í áliti sínu kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ákvarðanir hlutaðeigandi stjórnvalda í málinu hafi ekki verið í samræmi við lög.
Lesa meira

Almanakshappdrætti 2018

Búið er að draga í almanakshappdrættinu 2018.
Lesa meira

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður ...

„Þroskahjálp óskar landsmönnum öllum góðs nýs árs og þess að þeir fái notið fullra mannréttinda“
Lesa meira

Gleðileg jól

Við erum komin í jólafrí - lokum á hádegi í dag 22. des. og opnum aftur 2. janúar Sendum öllum vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með félags- og jafnréttismálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í gær með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða mannréttindi og hagsmuni fatlaðs fólks og lög, reglur alþjóðlega samninga, stjórnsýslu, þjónustu og eftirlit á þvi sviði.
Lesa meira