Fréttir

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með mennta- og menningarmálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar funduðu fyrr í dag með Lilju Dögg Alferðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða tækifæri og réttindi fatlaðs fólks, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir, til menntunar og þátttöku í menningarlífi.
Lesa meira

Málstofa á vegum Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum

Málstofa á vegum Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00-15.00 í stofu K-208 á Menntavísindasviði við Stakkahlíð.
Lesa meira

Áskorun til velferðarnefndar alþingis

Landssamtökin Þroskahjálp skora á velferðarnefnd að búa svo um hnúta að fulltryggt verði að ef frumvarp þetta verður að lögum sé engin hætta á að framkvæmd stjórnvalda á grundvelli þeirragangi á nokkurn hátt gegn ákvæðum og markmiðum samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks varðandi sjálfstætt líf og útrýmingu stofnanaþjónustu við það.
Lesa meira

Réttarbætur fyrir fatlað fólk.

Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsaþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lesa meira

Áskorun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 14. apríl 2018 um breytingar á reglum um örorkubætur.

Á fundi stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 14. apríl var eftirfarandi ályktun um breytingar á reglum um örorkubætur samþykkt samhljóða.
Lesa meira

Átak fundar á landsbyggðinni í aðdraganda sveitastjórnarkosninga

Í aðdraganda sveitastjórnarkosninga hefur Átak skipulagt fjóra fundi á landsbyggðinni. Fyrsti fundurinn var haldinn 7. apríl á Selfossi.
Lesa meira

Fundur með dómsmálaráðherra um mál Ólafs Hafsteins Einarssonar, vistun fatlaðra barna og fullorðins fatlaðs fólks.

Í gær var haldinn fundur í dómsmálaráðuneytinu þar sem rætt var um mál Ólafs Hafsteins Einarssonar, sem var vistaður í nokkur ár á Bitru í Hraungerðishrepp þar sem var rekið kvennafangelsi í sama húsnæði af sömu aðilum og önnuðust þá fötluðu einstaklinga sem þar voru.
Lesa meira

Áhuga- og sinnuleysi um mannréttindi fatlaðs fólks.

Ólafur hefur óskað eftir því að fá viðtal við dómsmálaráðherra, sem jafnframt er ráðherra mannréttindamála, til að gera grein fyrir reynslu sinni af stöðum þar sem fatlað fólk hefur verið vistað, meðal annars í kvennafangelsinu að Bitru í Hraungerðishreppi. Engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við þeirri beiðni Ólafs.
Lesa meira

Fundur með heilbrigðisráðherra

Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar funduðu í dag með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir .
Lesa meira

Opið er fyrir umsagnir og athugasemdir um löggjöf umönnunargreiðslna til foreldra með langveik eða fötluð börn.

Nú hefur Velferðarráðuneytið birt til umsagnar áfangaskýrslu með tillögum starfshóps sem vinnur að endurskoðun löggjafar um fjárhagslegan stuðning til fjöskyldna fatlaðra og langveikra barna. Frestur til að skila umsögnum er til 12. mars næstkomandi (sjá nánar með því að smella á link). Friðrik Sigurðsson verkefnastjóri sat í þessum starfshóp fyrir hönd Þroskahjálp, svo athugasemdir og umsagnir má einnig senda á hann í fridrik@throskahjalp.is .
Lesa meira