Fréttir

Ályktanir landsþings 2017

Samtökin héldu landsþing sitt 7. október og voru eftirfarandi ályktanir samþykktar.
Lesa meira

Mikilvægt prófmál fyrir fatlað fólk og aðstandendur þess.

Í síðustu viku var flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem ung fötluð kona, móðir hennar og stjúpfaðir hafa höfað gegn Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu. Málavextir eru þeir að konan sem í hlut á er fötluð með þeim hætti að hún þarf nauðsynlega á þjónustu að halda allan sólarhringinn, alla daga ársins. Fái hún ekki þannig þjónustu getur það leitt til að lífi hennar og heilsu verði ógnað. Konan er fullorðin og býr í Reykjavík og á því sjálfstæðan rétt til þjónustu frá Reykjvíkurborg samkvæmt lögum. Þrátt fyrir þá lagaskyldu hefur Reykjavíkurborg ekki veitt henni fullnægjandi þjónustu í ljósi fötlunar hennar og mikillar þjónustuþarfar allan sólarhringinn alla daga ársins.
Lesa meira

Landsþing Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp halda landsþing sitt laugardaginn 7. október nk. á Grand hótel Reykjavík. Í tengslum við landsþingið verður haldin ráðstefna "Rétturinn til atvinnu"
Lesa meira

Alþingi afgreiði frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

Vegna þeirrar óvissu sem nú er um afgreiðslu mála á Alþingi skora Landssamtökin Þroskahjálp á forseta Alþingis, fulltrúa í velferðarnefnd og aðra alþingismenn að beita sér fyrir því að frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir verði tekið til meðferðar og afgreitt fyrir alþingiskosningar.
Lesa meira

Menntun án aðgreiningar - ályktun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar-

Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar lýsir miklum áhyggjum vegna upplýsinga sem fram hafa komið um að fötluðum ungmennum sem lokið hafa grunnskóla bjóðist ekki að innritast í framhaldsskóla í haust eins og önnur ungmenni sem lokið hafa grunnskóla.
Lesa meira

Nokkur orð um menntun án aðgreiningar. – Að gefnu tilefni.

Jafn réttur barna og ungmenna til menntunar og án aðgreiningar er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggður í íslenskum lögum. Þessi réttur er einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að virða og framfylgja. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir þetta um þennan mikilvæga mannréttindasamning:
Lesa meira

Yfirlýsing vegna áætlunar Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk 2018-2030

Landssamtökin Þroskahjálp fagna nýrri samþykkt borgarráðs Reykjavíkur um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Mjög tímabært er að Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög standi við lagalegar skuldbindingar sínar til að gefa fötluðu fólki kost á að eignast heimili og þar með tækifæri til sjálfstæðs lífs og til að njóta einka- og fjölskyldulífs eins og annað fólk.
Lesa meira

Ég lifði í þögninni

María Hreiðarsdóttir hefur gefið út lífssögu sína, Ég lifði í þögninni. Í bókinni lýsir María meðal annars ýmsum baráttumálum sínum en hún var formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og barðist þar ötullega fyrir réttindum sem ófatlað fólk telur sjálfsögð, s.s. réttinum til að stofna fjölskyldu og halda frjósemi sinni og að hafa mannsæmandi laun fyrir vinnu sína.
Lesa meira

Norræn ráðstefna um fötlun 2017 - mannréttindi, fötlun og rannsóknir.

Vekjum athygli á norrænni ráðstefnu um fötlun 2017 sem haldin er á vegum NWC - Nordic welfare center - í Stokkhólmi 16. - 18 október nk.
Lesa meira

Með okkar augum

Okkur er sönn ánægja að segja frá því að sjöunda sería hinna margverðlaunuðu þátta Með okkar augum fer í loftið þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20.10.
Lesa meira