Fréttir

Nokkur orð um rétt fatlaðs fólks til menntunar og skyldur menntamálayfirvalda til að tryggja hann

Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sl. haust og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í samningnum eru sérstök ákvæði um skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki aðgang að menntun. Þar segir m.a.:
Lesa meira

Umsagnir og álit Þroskahjálpar og samráð við stjórnvöld.

Þroskahjálp hefur ýmiss konar samstarf og samráð við hlutaðeigandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga og tekur þátt í starfi nefnda og hópa sem stjórnvöld skipa. Samtökin reyna þar, eins og og nokkur kostur er, að hafa áhrif til þess að lög, reglur, stjórnsýsla og þjónusta verði sem best sniðin að þörfum fatlaðs fólks og tækifærum þess til sjálfstæðs lífs og þátttöku í samfélaginu.
Lesa meira

Með okkar augum hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, af­henti í dag dag­skrár­gerðarfólki og hug­mynda­smiðum sjón­varpsþátt­anna Með okk­ar aug­um Mann­rétt­inda­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar 2017 á mann­rétt­inda­degi Reykja­vik­ur­borg­ar.
Lesa meira

Tvö málþing um innleiðingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Í maí verða haldin tvö mismunandi málþing um innleiðingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Þroskahjálp í samvinnu við fleiri aðila stendur að.
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með mennta- og menningarmálaráðherra.

Formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fundaði 26. apríl s.l. með Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða tækifæri og réttindi fatlaðs fólks, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir, til menntunar og þátttöku í menningarlífi.
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með heilbrigðisráðherra.

Formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar fundaði í gær með Óttarri Proppé, heilbrigðisráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir.
Lesa meira

Diplómanám Myndlistaskólans í Reykjavík fyrir fólk með þroskahömlun. - Tækifæri til náms og listsköpunar sem má alls ekki glatast.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilvægt það er fyrir fólk með þroskahömlun og alveg sérstaklega ungmenni að hafa tækifæri til menntunar eins og annað fólk og önnur ungmenni. Því miður eru þau tækifæri þó allt of fá hér á landi. Í íslenskum rannsóknum kemur fram að ungt fólk með þroskahömlun óskar eftir því að halda áfram námi að loknum framhaldsskóla og að þörf er á að auka aðgengi ungmenna með þroskahamlanir að námi á háskólastigi, þar með talið að listnámi.
Lesa meira

Að byrja á öfugum enda

„Það er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur.“
Lesa meira

Dregið í almanakshappdrættinu 2017

Búið er að draga í almanakshappdrætti samtakanna 2017. Vinningar eru allt myndir eftir íslenska listamenn.
Lesa meira

Stjórnvöld tryggi rétt til sanngirnisbóta.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent dómsmálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að gera svo skjótt sem verða má nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að fólk með þroskahömlun sem var vistað á öðrum stofnunum en Kópavogshæli fái notið sanngirnisbóta með sambærilegum hætti.
Lesa meira