Fréttir

Kynningar- og upplýsingafundur í tilefni útgáfu skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993

Í tilefni af skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 sem kom út 7. febrúar 2016, bjóða Átak félags fólks með þroskahömlun, Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands til kynningarfundar
Lesa meira

Fundur Þroskahjálpar með forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, bauð fulltrúum Landssamtakanna Þroskahjálpar á sinn fund í dag til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshælið og ýmislegt varðandi stöðu og réttindi fatlaðs fólks. Á fundinum lögðu fulltrúar Þroskahjálpar áherslu á að íslensk stjórnvöld geri sem fyrst nauðsynlegar breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu til að tryggt verði að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk.
Lesa meira

Alvarlegum mannréttindabrotum lýst í skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli.

Hvað geta íslensk stjórnvöld af þessu lært? Snemma árs 2008 sendu Landssamtökin Þroskahjálp forsætisráðherra bréf og óskuðu eftir að forsætisráðuneytið hlutaðist til um að fram færi opinber rannsókn á aðbúnaði fatlaðra barna á þar til gerðum stofnunum. Í bréfinu segir m.a.: „Óskað er eftir því að einkum verði skoðað hvort þau urðu fyrir hvers kyns ofbeldi á meðan á stofnanavistinni stóð og hvað það var í starfsemi stofnananna sem einkum stuðlaði að slæmu atlæti og ofbeldi.“ Samtökin ítrekuðu þessa beiðni sína, m.a. með bréfi sem þau sendu í september 2009.
Lesa meira

Með okkar augum tilnefnt til Edduverðlauna í fimmta sinn.

Hinir sívinsælu þættir "Með okkar augum" þar sem dagskrárgerðarfólk með þroskahömlun varpar ljósi á hina ýmsu þætti samfélagsins á skemmtilegan og einstakan hátt, eru tilnefndir til Edduverðlaunanna fimmta árið í röð í flokki menningarþátta. Og ekki bara það heldur er Andri Freyr tilnefndur sem sjónvarpsmaður ársins.
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar og Rauða krossins um málefni hælisleitenda og flóttafólks.

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar heimsóttu í morgun aðalskrifstofu Rauða krossins á Íslandi. Megintilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um það mikilvæga starf sem Rauði krossinn á Íslandi sinnir í samstarfi við íslensk stjórnvöld við að tryggja hælisleitendum og flóttafólki á Íslandi þann stuðning og aðstoð sem það þarf svo nauðsynlega á að halda og á rétt til.
Lesa meira

Bréf Þroskahjálpar til alþingismanna í velferðarnefnd - Virkt samráð við fatlað fólk og nokkur mikilvæg réttindamál

Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent eftirfarandi bréf til allra alþingismanna sem sæti eiga í velferðarnefnd þingsins.
Lesa meira

Ný ríkisstjórn

Landssamtökin Þroskahjálp óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi við hana við að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til sjálfstæðs og eðlilegs líf til jafns við aðra. Þar er mikið verk að vinna.
Lesa meira

Mistök við lagasetningu vegna notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA)?

Í bráðabirgðaákvæði IV í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, hefur verið mælt fyrir um að félags- og húnsæðismálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði „eitt meginform þjónustu við fatlað fólk.“ Alþingi samþykkti þetta ákvæði og setti í lögin fyrir 6 árum síðan, þ.e. árið 2010
Lesa meira

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 10 ára.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 13. desember 2006 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Upphaf samningsins, ef svo má segja, er miðað við þann dag. Samningurinn er því 10 ára í dag, 13 desember 2016. Markmið samningsins eru að „efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, jafnframt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess.“
Lesa meira

ALÞJÓÐLEGI MANNRÉTTINDADAGURINN 10. DESEMBER.

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna segir um mannréttindadaginn: Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn 10. desember ár hvert. Þann dag árið 1948 var mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþingi þeirra. Þessi dagur er til þess að minna okkur á skyldu okkar til að standa vörð um mannréttindi og ekki aðeins mannréttindi okkar sjálfra, heldur mannréttindi alls fólks. Margir hafa áhyggjur af þróun heimsmála. Brot gegn grundvallarréttindum fólks eru enn algeng hvarvetna í heiminum. Öfgaöfl beita fólk hroðalegu ofbeldi. Áróður sem þrífst á fordómum og hatri dynur á fólki. Mannúð og mannleg gildi eiga undir högg að sækja. Við verðum að standa vörð um það mannle
Lesa meira