Fréttir

Fræðsla fyrir foreldra fatlaðra barna 0-10 ára

Annað fræðslukvöld Þroskahjálpar og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar verður haldið þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13. Á þessu kvöldi ætlum við að fræðast um starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.
Lesa meira

Fræðslukvöld fyrir foreldra fatlaðra barna 0-10 ára

Fyrsta fræðslukvöldið af fimm sem Þroskahjálp og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir verður haldið þriðjudaginn 14. mars nk. að Háaleitisbraut 13, frá kl. 20:00 – 22:00.
Lesa meira

Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

Nú er hægt að sjá myndina Halli sigurvegari á heimasíðu samtakanna. Landssamtökin þroskahjálp létu gera heimildarmyndina Halli sigurvegari. Lífssaga fatlaðs manns. Þar segir frá lífshlaupi mjög áhugaverðs manns, Haraldar Ólafssonar (Halla), sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Myndin lýsir á áhrifamikinn hátt fordómum og órétti, hugrekki, þrautseigju og vináttu. Haraldur hefur m.a. vakið athygli fyrir viðtöl sem hafa birst í fjölmiðlum þar sem hann lýsir lífi sínu og annarra barna á Kópavogshæli.
Lesa meira

Fræðsla fyrir foreldra fatlaðra barna 0-10 ára.

Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónahóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir fimm kvölda fræðslu fyrir foreldra fatlaðra barna á aldursbilinu 0 - 10 ára. Farið verður yfir þá þjónustu og ráðgjöf sem í boði er sem og réttindi foreldra og barna þeirra
Lesa meira

Halli heiðraður.

Landssamtökin Þroskahjálp afhentu fyrr í dag Harald Ólafssyni gjöf að fjárhæð kr. 500 þúsund sem viðurkenningar- og þakklætisvott fyrir ómetanlegt framlag hans til heimildarmyndarinnar Halli sigurvegari og við að vekja athygli á stöðu fatlaðs fólks, réttindum þess, hæfileikum og tækifærum í fortíð, nútíð og framtíð.
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með starfshópi um gerð viðmiða um gæði frístundastarfs.

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu 28. febrúar sl. með starfshópi sem hefur verið stofnaður til að vinna að gerð viðmiða um gæði frístundastarfs fyrir börn
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með félags- og jafnréttismálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í gær með Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða mannréttindi og hagsmuni fatlaðs fólks og lög, reglur alþjóðlega samninga, stjórnsýslu, þjónustu og eftirlit á þvi sviði.
Lesa meira

Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins á Edduhátíðinni

Fyrir nokkrum árum kviknaði sú hugmynd hjá Landssamtökunum Þroskahjálp að reyna að greiða fyrir því að fólk með þroskahömlun fengi tækifæri til að gera sjónvarpsefni. Samtökin litu á það sem mikilvægt skref í því að fá almenning til að viðurkenna fatlað fólk sem virka og fullgilda þátttakendur í samfélaginu; fólk sem hefði margt mikilvægt og áhugavert að segja og ætti að fá tækifæri til þess og rétt til að á það væri hlustað.
Lesa meira

Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

Ný íslensk heimildarmynd um Harald Ólafsson (Halla), hreyfihamlaðan mann sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. Heimildarmynd um áhugaverðan mann og merkilegt lífshlaup hans, fordóma og órétt, kjark og vináttu og veröld sem var.
Lesa meira

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með dómsmálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í morgun með Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmsar ráðstafanir og aðgerðir sem Landssamtökin Þroskahjálp telja nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld grípi til ef þau ætla að standa við skuldbindingar sínar um að tryggja fötluðu fólki án mismununar þau mannréttindi sem mælt er fyrir um í ýmsum fjölþjóðlegum samningum sem Ísland hefur undirgengist. Þessar skuldbindingar eru sérstaklega áréttaðar í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.
Lesa meira