Fréttir

Afmælistónleikar Landssamtakanna Þroskahjálpar

Sérstakir afmælistónleikar Landssamtakanna Þroskahjálpar í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna verða haldnir sunnudaginn 6. nóvember í Iðnó, kl. 17:00 - 18:30.
Lesa meira

Lög, reglur og samningar, virðing og tillitsleysi

Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður samtakanna og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri rituðu grein sem birtist í Kjarnanum sl. föstudag. Greinin fjallar um mikilvæg réttinda- og hagsmunamál fatlaðs fólks. Fyrr í þessum mán­uði álykt­uðu Lands­sam­tökin Þroska­hjálp um mörg mjög mik­il­væg rétt­inda- og hags­muna­mál fatl­aðs fólks. Því miður er það allt of margt í þeim mála­flokki sem stjórn­völd ríkis og sveit­ar­fé­laga gera ekki nægi­lega vel og sumt gera þau svo illa að það upp­fyllir engan veg­inn skyldur sem þau hafa sam­kvæmt lög­um, stjórn­ar­skrá, samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og öðrum mann­rétt­inda­samn­ingum sem Ísland hefur skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja.
Lesa meira

Til umhugsunar, Elli- og örorkulífeyrir. - Eitt og það sama eða tvennt ólíkt?

Upphaf almanntrygginga á Íslandi í núverandi mynd má rekja til fjórða áratugar síðustu aldar. Í gegnum aldirnar höfðu Íslendingar þó haft kerfi sem skyldaði sveitarfélög til að framfæra fólk sem ekki var fært um það sjálft. Á öllum tímum hefur fjöldi þeirra sem þurfa slíka aðstoð frá samfélaginu verið til umræðu og skoðunar. Smám saman hefur almannatryggingakerfið þó öðlast þann sess að vera talið réttindi og hluti af samfélagsáttmálanum svonenfnda. Fólk vill almennt að þeir sem vegna aldurs, fötlunar eða sjúkdóma geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu eigi þrátt fyrri það að geta lifað lífi sem sé okkur öllum samboðið. Samt sem áður er stöðugt deilt um það hversu mikill þessi stuðningur eigi vera í krónum og aurum talið. Aldrei verður sú umræða þó háværari en í aðdraganda kosninga þar sem þeir sem ekki hafa haldið um stjórnvölinn keppast við að bjóða gull og græna skóga en þeir sem ráðið hafa lofa bót og betrun.
Lesa meira

Til umhugsunar - Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.

Það var gleðileg stund þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktun um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks rúmum níu árum eftir að Ísland undirritaði samninginn. Stundum hefur mér þótt að fólk álíti að við fullgildingu sé sigurinn unninn. Skoðum það nánar.
Lesa meira

Bráðabirgðareiknivél lífeyrisgreiðslna í kjölfar breytinga á almannatryggingalögum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og málefni aldraðra sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Sett hefur verið upp bráðabirgðareiknivél á tr.is. Þann fyrirvara verður þó að setja að útreikningur skatta í reiknivélinni miðast við reglur ársins 2016.
Lesa meira

Til umhugsunar: Eru tabú og eignarréttur umræðunnar til góðs fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks?

Í áranna rás hefur fatlað fólk í auknum mæli látið heyra í sér í baráttu fyrir eigin réttindum Enginn vafi er á því að þessi þróun mun halda áfram og skila ríkum árangri.
Lesa meira

Hvað segja framboðin?

Átak félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp sendu 6 spurningar til framboða næstu alþingiskosninga. Spurt var um hvaða afstöðu framboðin hafa til nokkurra mála sem skipta miklu máli fyrir fólk með þroskahömlun og annað fólk. Það skal tekið fram að þegar spurningarnar voru sendar, var það til þeirra framboða sem þá voru búin að tilkynna þátttöku til kosninga. Nokkur framboð hafa síðan bæst vð. Björt framtíð, Dögun, Framsókn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn fengu spurningarnar sendar.
Lesa meira

Til umhugsunar, Með réttlætið að leiðarljósi

Nýlega sat ég fræðslufundi í ráðhúsi Reykjavíkur Fyrirlesar þar voru tveir Bandaríkjamenn sem vinna hvor með sínum hætti að búsetumálum fólks með þroskahömlun þar í landi. Þetta voru reyndir menn sem höfðu gengið í skóla Wolfensberger og tileinkað sér kenningar hans um miklivægi félagslegs gildisaukandi hlutverks fólks með þroskahömlun.
Lesa meira

Fulltrúafundur Landsamtakanna Þroskahjálpar Park Inn hótel Reykjanesbæ laugardaginn 8. október

Á fulltrúafundi samtakanna sem haldinn verður í Reykjanesbæ verður boðið uppá fræðslu- og umræðufund um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og áhrif hans á stjórn- og þjónustukerfið með sérstaka áherslu á þjónustu sveitarfélaga. Fundurinn hefst kl. 13:00 á Park Inn hótel og eru allir áhugasamir velkkomnir.
Lesa meira

Til umhugsunar - Hlutverk hagsmunasamtaka

Umfjöllun um málefni fatlaðs fólks sem sett er fram af undirrituðum og á hans ábyrgð. Hagsmunasamtök eru af margvíslegum toga. Stundum eru þau þó öll sett undir einn hatt og jafnvel stillt upp sem eins konar ógn við lýðræði, almannahagsmuni og einstaklingsfrelsi.
Lesa meira