Fréttir

Almanakið 2016 uppselt

Almanakið fyrir árið 2016 er uppselt. Bestu þakkir til velunnara okkar fyrir stuðninginn. Dregið hefur verið í happdrættinu og þegar hafa nokkrir vinningshafar vitjað vinninga sinna. Undirbúningur almanaksins 2017 er þegar hafinn - og fer það væntanlega í sölu í lok september. Aftur - takk fyrir stuðninginn - við erum afar kát.
Lesa meira

Hugmyndir, tillögur og ábendingar frá stefnumótunarfundi Landssamtakanna Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp héldu stefnumótunarfund 12. mars sl. Þátttaka á fundinum var mjög góð og umræður þar líflegar og skemmtilegar. Fjölmargar góðar og gagnlegar hugmyndir, tillögur og ábendingar komu fram á fundinum sem stjórn og skrifstofa samtakanna mun styðjast við, við mótun stefnunnar og rekstur samtakanna og til leiðbeiningar til að áherslur og stefna verði í sem bestu samræmi við skoðanir og vilja þeirra sem þau vinna fyrir.
Lesa meira

Dregið í almanakshappdrættinu

Í dag var dregið í almanakshappdrætti samtakanna. Vinningar eru allt myndlist eftir íslenska listamenn. Öllum þeim sem keyptu almanakið þökkum við stuðninginn.
Lesa meira

Bréf til heilbrigðisráðherra um lög, reglur og framkvæmd varðandi fósturskimanir og fóstureyðingar m.t.t. Downs heilkennis o.fl.

Formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendu heilbrigðisráðherra bréf 12. febrúar sl., þar sem fjallað er um fósturskimanir og fóstureyðingar, sérstaklega m.t.t. Downs-heilkennis. Í bréfinu er bent á að brýnt er og löngu tímabært að fram fari vönduð greining á lögum, reglum og framkvæmd varðandi fósturskimanir, og fóstureyðingar og þeim erfðafræðilegu, siðferðilegu og lagalegu álitamálum sem nauðsynlegt er að skoða ítalega í því sambandi.
Lesa meira

Mætum brýnni þörf fyrir húsnæði

Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær undirrituðu í sl. viku samkomulag um byggingu og rekstur íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Um er að ræða íbúðakjarna með 5 íbúðum og þjónusturými. „Við erum afskaplega ánægð með að þetta samkomulag sé í höfn og erum með þessu að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði meðal fatlaðra íbúa í bænum“, sagði Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði við undirritun samkomulagsins.
Lesa meira

GAGNLEGUR OG SKEMMTILEGUR STEFNUMÓTUNARFUNDUR

Nýlokið er fundi sem Landssamtökin Þroskahjálp héldu til að ræða stefnu sína og starf og til að gefa sem flestum tækifæri til að vera með í að móta stefnuna og ákveða áherslur í starfi samtakanna. Fundurinn var öllum opinn og var vel sóttur af fólki sem hefur áhuga á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og hvernig samtökin geta náð sem bestum árangri við þá mikilvægu réttindabaráttu og hagsmungagæslu.
Lesa meira

Afmælislógó Þroskahjálpar, stefnumótunarfundur og sýning á myndinni um Halla sigurvegara

Í tilefni 40 ára afmælis samtakanna hefur verið hannað lógó til að nota á afmælisárinu. Starf og stefna samtakanna snýst fyrst og fremst um mannréttindi fatlaðs fólks og jöfn tækifæri á við aðra. Þess vegna er áréttað sérstaklega í lógóinu að mannréttindi eru fyrir alla!
Lesa meira

ALLT ER FERTUGUM FÆRT!

Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13:00 - 16:00 Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við? Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess.
Lesa meira

Tillögur nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins

Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fól að gera tillögur um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra. Nefndin leggur til einföldun á bótakerfi almannatrygginga, innleiðingu starfsgetumats og sveigjanlegra starfsloka með heimild til að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs.
Lesa meira

Húsnæði, aðgengi og mannréttindi fatlaðs fólks

Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna rita grein í Kjarnanum um húsnæði, aðgengi og mannréttindi fatlaðs fólks. Greinina má lesa hér.
Lesa meira