Fréttir

Skýrsla íslenskra stjórnvalda til SÞ um stöðu mannréttindamála á Íslandi. Umsagnir Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins birtist 10. ágúst sl. frétt um að skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefði verið send til Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum og verður hún tekin fyrir hjá vinnuhópi SÞ í nóvember nk.
Lesa meira

Húsnæðismál fatlaðs fólks. - Vonandi góð lög en mjög vond reglugerð.

Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til laga um almennar íbúðir. Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með auknu aðgengi að hentugu íbúðarhúsnæði til leigu og að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Lögin fela í sér nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun almennra íbúða sem verða að hluta fjármagnaðar með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.
Lesa meira

Með okkar augum

Nú er vinna við þættina Með okkar augum á lokasprettinum og viljum við þakka öllum þeim sem komu að gerð þeirra svo og allan stuðning og velvild. Það er okkur sannarlega ómetanlegt.
Lesa meira

Mannréttindi og metnaðarleysi, hvað eru mannréttindi?

Í Kjarnanum birtist grein eftir formann og framkvæmdastjóra samtakanna. Mann­rétt­indi eru til­tekin laga­leg rétt­indi sem er við­ur­kennt að eru öllu fólki svo mik­il­væg að þjóðir heims hafa komið sér saman um að öll ríki verði að gera það sem í þeirra valdi stend­ur til að tryggja að allir fái notið þess­ara rétt­inda, alltaf og alls stað­ar. Nils Muižnieks, mann­rétt­inda­full­trúi Evr­ópurásð­ins, var í heim­sókn á Íslandi fyrr í þessum mán­uði til að kynna sér ástand mann­rétt­inda­mála. Að lok­inni heim­sókn­inni ræddi hann við fjöl­miðla og sagð­ist þar furða sig á metn­að­ar­leysi Íslend­inga í mann­rétt­inda­mál­um. Hann sagði m.a.: „Ég tel Ísland vera auð­ugt land miðað við mörg þeirra landa sem ég hef komið til. Hér ríkir lýð­ræði og það á sér langa sögu hér og það kemur mér á óvart að þið hafið ekki sýnt meiri metnað við að axla þessa ábyrgð og stefna að fram­för­u­m.“
Lesa meira

Viðurkenning fyrir lokaverkefni í þroskaþjálfafræðum

Landsamtökin Þroskahjálp ákváðu árið 2014 veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni til B.A. – gráðu í þroskaþjálfafræðum við íþrótta-, tómstunda- og Þroskaþjálfadeild. Háskóla Íslands. Markmiðið var að vekja athygli á verkefnum sem væru framúrskarandi og til þess fallin að vekja athygli og stuðla að nýsköpun
Lesa meira

Fundur með forsetaframbjóðendum

Átak félag fólks með þroskahömlun stóð fyrir fundi með frambjóðendum til forsetakjörs. Þáttastjórnendur sjónvarpsþáttanna Með okkar augum stjórnuðu fundinum. Átta frambjóðendur mættu og voru umræður líflegar og skemmtilegar.
Lesa meira

Átak boðar til fundar með forsetaframbjóðendum

Átak félag fólks með þroskahömlun boðar til fundar með frambjóðendum til forseta, á Grand hótel Reykjavík, Hvammi, þriðjudaginn 21. júní kl. 15:20 - 17:40.
Lesa meira

Hvers vegna er mikilvægt að Ísland fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?

Að undanförnu hefur verið allmikil umræða í samfélaginu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þá staðreynd að Ísland hefur ekki enn fullgilt samninginn þó að níu ár séu nú liðin frá því að hann var undirritaður og að 164 ríki hafi nú fullgilt samninginn, þ.m.t. öll Norðurlandaríkin önnur en Ísland.
Lesa meira

Viðhald og umsjón fasteigna

Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir starfsmanni til að annast viðhald fasteigna samtakanna og hafa umsjón með ýmsu sem varðar rekstur þeirra.
Lesa meira

Finnland fullgildir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. – Ísland nú eina Norðurlandaríkið sem ekki hefur fullgilt samninginn.

Fyrr í þessum mánuði fullgilti Finnland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka við hann um kæruheimildir einstaklinga og hópa til eftirlitsnefndar með samningnum. Alls hafa 164 ríki nú fullgilt samninginn og er það mikill meirihluti ríkja heimsins. Ísland er nú eina Norðurlandaríkið sem hefur ekki enn fullgilt þennan mikilvæga mannréttindasamning sem hefur þann tilgang og meginmarkmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi á við aðra, vernd fyrir mismunun, útilokun og einangrun og tækifæri til að að taka þátt í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi.
Lesa meira