Fréttir

Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax

Viðtal við Bryndísi formann samtakanna. „Forræðishyggja og skert sjálfræði er því miður daglegur veruleiki hjá allt of mörgum einstaklingum með þroskahömlun og við höfum barist fyrir því um árabil að við því verði brugðist með viðeigandi hætti og mögulegum úrræðum,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, spurð um nýja rannsókn sem sýnir hversu mjög sjálfræði fólks með þroskahömlun er skert og Fréttablaðið sagði frá á föstudag.
Lesa meira

Félagasamtök og mannréttindi

Þroskahjálp heldur landsþing sitt dagana 16. og 17. október nk. á Grand hótel Reykjavík. Í tengslum við landsþingið verður málþing um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Málþingið er opið öllum - ekkert þátttökugjald - en nauðsynlegt að skrá þátttöku.
Lesa meira

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum ýmissa laga.

Freyja Haraldsdóttir, Brynhildur S. Björnsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Páll Valur Björnsson, Róbert Marshall alþingismenn lögðu fram eftirfarandi frumvap um bann við mismunun (réttindi fatlaðs fólks)
Lesa meira

Almanakið 2016

Listaverkaalmanak samtakanna fyrir árið 2016 er komið út. Almanakið er gullfallegt að venju og í þetta sinn prýðir það myndir eftir listakonuna Maríu Sif Daníelsdóttur, Mæju. Almanakið kostar 2.500 kr. og er hægt að panta það hér á síðunni og fá það sent heim. Þá munu sölumenn okkar ganga í hús og bjóða það til sölu. Við vonum að sölumönnum okkar verði vel tekið.
Lesa meira

Umboð, vald og virðing

Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar birtu í gær grein í Kjarnanum þar sem þau fjalla um réttindi fatlaðs fólks, vonir og væntingar, efni sem á erindi við okkur öll.
Lesa meira

Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp sendu í dag velferðarráðuneyti, innaríkisráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Rauða krossinum eftirfarandi bréf:
Lesa meira

Hlutverk hagsmunasamtaka og staða Landssamtakanna Þroskahjálpar

Samtökin halda landsþing sitt á Grand hótel Reykjavík dagana 16. - 17. október nk. Þingið verður sett föstudaginn 16. október kl. 20:00. Laugardaginn 17. okt. verður málþing kl. 9 - 12, sem ber yfirskriftina: "Hlutverk hagsmunasamtaka og staða Landssamtakanna Þroskahjálpar. Allir áhugsamir eru velkomnir á þingið, ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig
Lesa meira

Dregið úr þjónustu Hjálpartækjamiðstöðvar

Enn eina ferðina er dregið úr þjónustu Hjálpartækjamiðstöðvar. Þessi tilkynning kom í dag: Frá og með 21. september n.k. verður tekinn upp símatími á verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar í síma 515-0100. Símatíminn verður á milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga. Þeir sem vilja hafa samband utan þessa tíma geta sent tölvupóst á verkst@sjukra.is og honum verður svarað eins fljótt og hægt er. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun.
Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri

Árni Múli Jónasson hefur nú tekið við starfi framkvæmdastjóra samtakanna af Friðrik Sigurðssyni sem sinnt hefur því starfi í 21 ár. Friðrik verður áfram í hlutastarfi hjá samtökunum sem verkefnisstjóri. Við þökkum Friðrik fyrir ómetanlegt starf í þágu samtakanna öll þessi ár.
Lesa meira

Sköpun skiptir sköpum - Sjáðu og skráðu.

Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum bjóða til ráðstefnu föstudaginn 4. september 2015 á Grand Hótel kl. 9.30 – 17.30. Ekki missa af henni.
Lesa meira