Fréttir

Fulltrúafundur og ráðstefna

Fulltrúafundur samtakanna verður haldinn í Varmahlíð 17. - 19. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin er á fundinum er "Maður er manns gaman" - félagsleg þátttaka fatlaðs fólks.
Lesa meira

Með okkar augum - Síðasti séns !

Miðvikudaginn 20. ágúst fer síðasti þátturinn af "Með okkar augum" í loftið. Þátturinn hefur notið gífurlegra vinsælda og verður ekkert slakað á í þessum síðasta þætti. Ekki missa af honum.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir lokaverkefni í þroskaþjálfafræðum

Um síðastliðin áramót ákváðu Landssamtökin Þroskahjálp í samráði við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands að samtökin myndu veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni til B.A. – gráðu í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands. Markmiðið viðurkenningarinnar væri að efla ritsmíð og nýsköpun við þroskaþjálfabraut og ekki síst að vekja athygli á verkefni sem væri hagnýtt og unnið að hugmyndaauðgi.
Lesa meira

Hrefnusteinn

Í dag var afhjúpaður steinn í Fjölskyldugarðinum til heiðurs Hrefnu Haraldsdóttur þroskaþjálfa og foreldraráðgjafa.
Lesa meira

Stefnuskrá fyrir sveitastjórnarkosningar 2014

Landssamtökin Þroskahjálp, Blindrafélagið og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra settu saman stefnuskrá sem tímasettum markmiðum sem kynnt var á fundum með frambjóðendum í tíu sveitarfélögum. Þessi markmið eru frekar hófstillt, enda sett fram með það í huga að þau séu uppfyllanleg. Við hvetjum nýkjörna sveitastjórnarmenn til að setja markið hátt og gera enn betur.
Lesa meira

Auðlesið efni - kosningar

Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins, kosning.is, er birt í fysta sinn auðlesið efni og má líta á það sem fyrsta skrefið í þá átt að þjóna þeim hópi sem á því þarf að halda. Frumkvæði að þessu átti Átak, félag fólks með þroskahömlun.
Lesa meira

Málefni fatlaðs fólks í þínu sveitarfélagi - kosningar 2014

Næstu sveitarstjórnakosningar eru sögulegar fyrir fatlað fólk. Þær eru fyrstu kosningar eftir að sveitarfélögin í landinu tóku við sértækri félagsþjónustu fyrir fatlað fólk, frá ríkinu. Gera má ráð fyrir því að margir, ekki síst fatlað fólk og aðstandendur þeirra, vilji fá að vita hvernig framboðin í einstökum sveitarfélögum sjá framtíðaruppbyggingu þessarar þjónustu í sínu sveitarfélagi.
Lesa meira

Samræðufundir með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga 2014

Samtökin í samvinnu við Blindrafélagið og Sjálfsbjörgu landssambandið eru að skipuleggja fundarferð um landið til að hitta frambjóðendur og kynna fyrir þeim og íbúum á svæðunum markmið í þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélögum landsins. Undirbúningur stendur enn yfir þar sem ekki eru enn komnar allar upplýsingar um endanleg framboð. Við munum uppfæra upplýsingar jafnóðum og þær koma og hvetjum alla til að fylgjast með og mæta á fundina.
Lesa meira

Orlofsdvalir - Hvernig þjónustu er boðið upp á?

Gefinn hefur verið út gátlisti vegna orlofsþjónustu við fatlað fólk sem saminn var af réttindavakt velferðarráðuneytisins. Hann er fyrst og fremst hugsaður til þess að auðvelda fólki val um þá orlofsþjónustu sem stendur til boða víða um land.
Lesa meira

Vinningsnúmer fyrir árið 2015 komin

Dregið hefur verið í almanakshappdrættinu. Vinningar eru allt listaverk eftir íslenska listamenn. Hægt er að skoða vinningaskrána hér, á síðunni.
Lesa meira