Fréttir

Bæklingurinn: Ofbeldi gegn fötluðum konum

Bæklingarnir Ofbeldi gegn fötluðum konum voru unnir í tengslum við rannsóknina Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum. Í bæklingunum er stutt samantekt um niðurstöður rannsóknarinnar og upplýsingar um hvert fatlaðar konur geta leitað ef þær verða fyrir ofbeldi. Bæklingurinn er aðgengilegur á auðskildu máli, á táknmáli og á hljóðskrá
Lesa meira

Hvernig þak yfir höfuðið?

Landssamtökin Þroskahjálp standa að ráðstefnu með þessar yfirskrift þriðjudaginn 14. apríl nk. að Grand hótel Reykjavík. Raðstefnunni er ætlað að benda á fjölbreyttar leiðir við uppbyggingu og rekstur húsnæðis ætluðu fötluðu fólki.
Lesa meira

Átak, félag fólks með þroskahömlun leitar að fólki í verkefnið „Virkjum hæfileikana“.

Átak er að leita að 12 einstaklingum með þroskahömlun til að aðstoða við verkefni dagana 9. til 20. mars nk. Ef þú ert með fötlun eða þroskahömlun og tilbúin að aðstoða Átak í þessu verkefni hafðu þá samband við Jón Þorstein, sem er starfsmaður Átaks og skráðu þig. Fyrstir koma fyrstir fá. Engin laun eru í boði en fyrir þá sem koma verður gert eitthvað skemmtilegt.
Lesa meira

Fundur um Akstursþjónustu Strætó bs.

Landssamtökin Þroskahjálp boða félagsmenn aðildarfélaga sinna til spjallfundar laugardaginn 14. febrúar kl. 11.00 -13.00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Formaður samtakanna mun fara yfir stöðu mála og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og síðan mun gestum gefast tækifæri til að koma með fyrirspurnir og ábendingar.
Lesa meira

Viltu hafa áhrif?

Lands-samtökin Þroska-hjálp hafa fengið styrk hjá Reykjavíkur-borg til að búa til ráðgjafar-hóp til að ráð-leggja þeim sem sjá um þjónustu fyrir fólk með þroska-hömlun í Reykjavík. Það er fólk með þroska-hömlun sem verður ráð-gjafar.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá Landssamtökunum Þroskahjálp og ÖBÍ

Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. þar sem vítavert gáleysi var sýnt í starfi
Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík

Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 22. janúar 2015 og borgarráðs þann 29. janúar 2015 var samþykkt tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Breytingin er sú að sérstakt gjald fyrir ferðir umfram 60 á mánuði er tekið út.
Lesa meira

TIL HAMINGJU

Þátturinn "Með okkar augum" er tilnefndur til Edduverðlauna sem besti menningarþátturinn. Þetta er í þriðja skipti sem þátturinn hlýtur tilnefningu til verðlaunanna.
Lesa meira

Til hamingju Sigrún Huld.

Sigrún Huld Hrafnsdóttir var um áramótin sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra.
Lesa meira

Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk í Reykjavík - hver er að misskilja hvað ?

Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður Velferðasviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hafi misskilið breytingarnar.
Lesa meira