Fréttir
23.12.2014
Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá hádegi Þorláksmessu - opnum aftur 2. janúar. Óskum öllum vinum og velunnurum gleðilegra jóla - þökkum stuðning á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Fréttir
03.12.2014
Í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks veittu Landssamtökin Þroskahjálp Múrbrjóta til aðila sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks og þannig sýnt samfélagslega ábrygð. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti Múrbrjótinn við hátíðlega athöfn.
Múrbrjótinn í 2014 hljóta, fyrir fræðsluerindið Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand? mæðgurnar Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, Stígamót fyrir það frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa og Birna Guðrún Baldursdóttir fyrir að starfrækja klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa haldið upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks frá árinu 1993 með áherslu á að auka reisn, réttindi og velferð fólks með fötlun. Markmiðið er einnig að auka vitund fólks um þau samfélagslegu verðmæti sem felast í samskipan, þar sem fatlað fólk eru þátttakendur á öllum sviðum, hvort heldur sem er í stjórnmála-, félags-, efnahags- eða menningarlífi.
Lesa meira
Fréttir
01.12.2014
Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar læknis, sem er sjóður í vörslu Landssamtakanna Þroskhjálpar , Innanríkisráðuneytið og Réttindavakt velferðarráðuneytisins héldu sameiginlega málstofu um ofangreint efni 24. nóvember 2014.
Lesa meira
Fréttir
28.11.2014
Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til ráðstefnu Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um efnið.
Lesa meira
Fréttir
30.10.2014
Nú er hægt að nálgast öll erindin sem voru haldin á ráðstefnunni "Maður er manns gaman" félagsleg þátttaka fatlaðs fólks, sem haldin var í tengslum við fulltrúafund samtakanna í Varmahlíð 18. október sl.
Lesa meira
Fréttir
20.10.2014
Á fulltrúafundi samtakanna sem haldinn var í Varmahlíð 17. - 19. október sl. voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:
Lesa meira
Fréttir
16.10.2014
Fulltrúafundur Þroskahjálpar verður haldinn í Varmahlíð núna um helgna 17. - 19. október. Í tengslum við fundinn verður haldin ráðstefna um félagslega þátttöku fatlaðra "Maður er manns gaman" - ráðstefnan er opin öllum - ekkert þátttökugjald - allir velkomnir
Lesa meira
Fréttir
26.09.2014
Samtökin hafa gefið út almanak sitt í 30 ár - öll prýdd myndum eftir íslenska listamenn. Almanakið er aðalfjáröflunarleið samtakanna og leggjum við metnað okkar að vanda til verka.
Til gamans má nefna að verð almanaksins 1985 var 300 kr. og er það nánast sama verðgildi nú 30 árum seinna, aðeins 2.300 kr.
Við treystum því að landsmenn taki vel á móti sölufólki okkar.
Lesa meira
Fréttir
23.09.2014
Listaverkaalmanak samtakanna fyrir árið 2015 er komið út. Almanakið er gullfallegt að venju og í þetta sinn prýðir það myndir eftir listakonuna Gunnellu Ólafsdóttur.
Almanakið kostar 2.300 kr. og er hægt að panta það hér á síðunni og fá það sent heim. Þá munu sölumenn okkar ganga í hús og bjóða það til sölu.
Við vonum að sölumönnum okkar verði vel tekið.
Lesa meira
Fréttir
19.09.2014
Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu í Varmahlíð Skagafirði, samhliða fulltrúafundi sínum dagana 17. og 18. október . ráðstefnan fjallar um félagslega þátttöku fatlaðs fólks og er öllum opin.
Lesa meira