Fréttir

Margbreytileikinn

"Margbreytileikinn" ráðstefna á landsþingi samtakanna á Grand hótel Reykjavík 12. október. Allir velkomnir - ekkert þátttökugjald. Dagskrá:
Lesa meira

Afmæli Átaks

Átak fagnar 20 ára afmæli í ár. Af því tilefni blásum við til afmælishátíðar að Háleitisbraut 13, föstudaginn 20. september á milli kl.17:00 og 19:00.
Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Listar án landamæra

Íris Stefanía Skúladóttir hefur verið ráðin sem ný framkvæmdastýra Listar án Landamæra. Hún hefur stundað nám við viðskiptafræðideild og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Lesa meira

TMF - tölvumiðstöð opnar nýjan vef

TMF - tölvumiðstöð hefur opnað nýja heimasíðu á www.tmf.is
Lesa meira

Fræðslufundur um líkamsstöðustjórnun

FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að fræðslufundi í samvinnu við CP félagið þriðjudaginn 17. september kl. 20:00
Lesa meira

Daðahús - vetrarleiga

Bókanir í Daðahús á Flúðum fyrir haustið og veturinn streyma inn. Enn nokkrar helgar lausar og þá er einnig er hægt að leigja húsið á virkum dögum. Gott aðgengi - heitur pottur - allir velkomnir.
Lesa meira

Landsþing

Samtökin halda landsþing sitt 11.- 12. október nk. á Grand hótel Reykjavík. Landsþingið verður sett föstudagskvöldið 11. okt. með hefðbundinni dagskrá og eru allir velkomnir á setningarhátíðina. Laugardaginn 12. okt. hefst dagskráin með ráðstefnu fyrir hádegi. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Eftir hádegi er síðan aðalfundur samtakanna með dagskrá skv. lögum þeirra. Áhugasömum er heimilt að sækja aðalfundinn, en atkvæðisrétt hafa eingöngu formlegir fulltrúar aðildarfélaganna.
Lesa meira

Ein miljón - Þinn stuðningur skiptir máli fyrir samtökin

Þroskahjálp leitar eftir stuðningi. Við treystum á að fólk drullist með okkur og taki þátt í þessu stórskemmtilega leik sem Mýrarboltinn hefur sett af stað til að styðja góð málefni. Þroskahjálp er eitt af þessum málefnum og treystir á sitt fólk til að drullast til að taka þátt og styðja gott málefni.
Lesa meira

Með okkar augum drullast fyrir Þroskahjálp (Myndband)

"Drullastu til að leggja góðu málefni lið", voru einkunnarorð þeirra sem lögðu leið sína að höfuðstöðvum Tjarnargötunnar fyrir síðustu helgi en þangað flykktust þjóðþekktir einstaklingar úr hinum ýmsu áttum, allt frá vinsælum tónlistarmönnum til þrautseigra alþingismanna. Öll áttu þau það sameiginlegt að vera þangað komin til þess eins að fá framan í sig drullu. Sjónvarpsfólkið úr þáttunum Með okkar augum drullaðist til að vera með og styðja Þroskahjálp
Lesa meira

Drullumst til að leggja góðu málefni lið - (Myndband)

Vegna nýrrar herferðar sem myrarbolti.com er að fara af stað með ætlum við að lagfæra tæknimál okkar á Fésbókinni. Því biðlum við til ykkar að líka við okkur á nýrri síðu Landssamtakana Þroskahjálpar og hjálpa okkur að deila síðunni áfram. Nú treystum við á að ykkur líki við okkur. (Smelltu á tengilinn)
Lesa meira