Fréttir

Búið að draga í happdrætti almanaksins.

Nú hefur verið dregið úr happdrætti almanaksins fyrir árið 2013. Vinningaskrá er að finna hægra megin á síðunni. Meðal vinninga í happdrættinu í ár eru listaverk eftir listakonurnar sem gerðu myndirnar sem prýða almanakið.
Lesa meira

Daðahús

Minnum á að síðustu forvöð til að sækja um Daðahús mánuðina júní - júlí og ágúst rennur út 4. apríl. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Heimili – meira en hús.

Föstudaginn 1. mars stóðu Landssamtökin Þroskahjálp að ráðstefnu í samstarfi við Þroskaþjálfafélag Íslands, Rannsóknasetur í Þroskaþjálfafræðum, Samtök Íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélagið. Ráðstefnan bar yfirskriftina Heimili– meira en hús. Um 350 manns sóttu ráðstefnuna og var góð umræða úr sal um umfjöllunarefni fyrirlesara.
Lesa meira

Atla Viðar Engilbertsson - Listamaður Listar án landamæra 2013

Eftir miklar umræður valdi dómnefndin listamanninn Atla Viðar Engilbertsson en hann hefur getið sér gott orð fyrir verk sín. Atli er fjölhæfur myndlistamaður og rithöfundur með einstakan stíl. Ferill hans spannar langt tímabil og er á fjölbreyttum vettvangi ýmissa listgreina. Atli sýndi á List án landamæra 2012 síðasta vor í Hafnarborg, Menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Lesa meira

Öskudagur

Í dag er Öskudagur og hafa söngelskir starfsmenn skrifstofunar fengið hvern hópin til að syngja fyrir sig. Hér er ein mynd af síðasta hóp sem kom til okkar og söng lag úr Mary Poppins söngleiknum af miklill list. Þökkum við öllum sem hafa litið við hjá okkur í dag og óskum landsmönnum gleðilegann Öskudag.
Lesa meira

Takið daginn frá - ráðstefna um búsetuþjónustu

Heimili - meira en hús - ráðstefna haldin á Grand hótel Reykjavík föstudaginn 1. mars nk.kl. 12:00 - 16:00. Landssamtökin Þroskahjálp, Þroskaþjálfafélag Íslands, Rannsóknarstofa í þroskaþjálfafræðum, Félagsráðgjafafélag Íslands og Samband ísl. sveitarfélaga standa sameiginlega að ráðstefnu um gæði þess starfs sem unnið er í er í búsetuþjónustu við fatlað fólk.
Lesa meira

"Með okkar augum" tilnefnd til Edduverðlauna

Sjónvarpsþættirnir "Með okkar augum" eru tilnefndir til Edduverðlauna í ár í flokknum menningar- eða lífsstílsþættir. Þættirnir voru framleiddir af Landssamtökunum Þroskahjálp.
Lesa meira

FFA - i-pad námskeið á austurlandi

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur fyrir námskeiði um iPad í samvinnu við félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og TMF tölvumiðstöð.
Lesa meira

Fréttir af skrifstofu

Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri samtakanna verður í fríi næstu 6 mánuði. Jón Þorsteinn Sigurðsson þroskaþjálfi og réttindagæslumaður vesturlands og vestfjarða mun gegna starfi Friðriks þennan tíma. Jón hefur netfangið jon@throskahjalp.is.
Lesa meira

Gleðilegt ár

Óskum öllum landsmönnum gleðilegs árs og þökkum fyrir stuðning á árinu sem er að líða
Lesa meira