Fréttir

Getur allt fatlað fólk valið sér aðstoðarfólk við kosningar?

Í kjölfar forsetakosninga á síðastliðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólk væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningarnar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hafi fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosningar.
Lesa meira

Verndum börnin okkar

Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er staðreynd sem ekki á síður við um fötluð börn en ófötluð. Fræðsla fyrir fatlað og aðstandendur (FFA), í samvinnu við C.P. félagið og Umsjónarfélag einhverfra, boðar til fræðslufundar miðvikudaginn 31. október kl. 20.00 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Lesa meira

Glærur komnar á vefinn

Lesa meira

Styrkveitingar vegna náms fyrir fatlað fólk.

Vekjum athygli á styrkjum sem veittir hafa verið að undanförnu til eflingar á námi fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. Nánar má lesa um styrkina á heimasíðu Fjölmenntar - www.fjolmennt.is
Lesa meira

Ályktanir samþykktar á fulltrúafundi í Stykkishólmi.

Á fulltrúafundi samtakanna í Stykkishólmi 12.-14. okt. sl. voru samþykktar ályktanir um eftirtalin atriði: - Þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, - Notendastýrða persónulega aðstoð, - Félagsþjónustu við fatlað fólk, Heils lífs þjónustu, - Greiðslur almannatrygginga, - Umönnunargreiðslur vegna fatlaðra barna, - Atvinnu, - Réttindgæslu, - Háskólanám fólks með þroskahömlun og Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Lesa meira

Vel heppnaður fulltrúafundur í Stykkishólmi.

Fulltrúafundur Landsamtakanna Þroskahjálpar var haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 12. og 13. október. Fulltrúafundir samtakanna eru haldnir annað hvert ár í landsfjórðungunum til skiptis. Fundurinn var settur á föstudagskvöld með ræðu formanns Gerðar A. Árnadóttur ávarp fluttu einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðanefndar Alþingis og Lárus Hannesson forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi.
Lesa meira

Ný heimasíða

Ný heimasíða var opnuð við setningu fulltrúafundar samtakanna í Stykkishólmi 12. október. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á síðunni með það að markmiði að hún verði einföld í notkun og aðgengileg.
Lesa meira

Almanakið 2013

Listaverkaalmanak samtakanna fyrir áraið 2013 er komið út, einstaklega fallegt. Myndirnar sem prýða almanakið í ár eru allar eftir listakonur með þroskahömlun, þær Erlu Björk Sigmundsdóttur, Guðrúnu Bergsdóttur og Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur.
Lesa meira

Vilt Þú taka þátt?

List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði. ? Nú stendur yfir leit að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í tíundu hátíðinni, 2013, sem hefst 18.apríl 2013 og stendur yfir í um tvær vikur.
Lesa meira

Sumarhús

Sumarhús Foreldrasamtaka fatlaðra að Fossá, Hvalfirði er laust til leigu nokkrar vikur í sumar. Nánari upplýsingar hjá Helgu Hjörleifsdóttur í síma 868-7024 (eftir kl. 16:00 virka daga) og Sigmundi Stefánssyni í síma 567-6476 eða 898-6476
Lesa meira