Fréttir

Daðahúsi færð sumar gjöf

Daðahúsi á Flúðum barst góð gjöf þann 11. maí sl. þegar félagar úr Lionsklúbbnum Þór komu þangað færandi hendi með forláta gasgrill sem mun án efa koma sér vel fyrir dvalargesti í húsinu.
Lesa meira

Er þú búin að líka við okkur? Vinningur dregin út 27. maí

Nú á dögunum fóru Landssamtökin Þroskahjálp af stað með Fés-bókar-síðu fyrir samtökin. Erum í stöðugri vinaleit og ætluðum að reyna ná 1000 vinum. Til að það markmið náist ætlum núna að færa útdráttinn frá deginum í dag til 27. maí næstkomandi, veglegur vinningur í boði. Því hvetjum við ykkur að deila síðunni okkar á Fésbókinni næstu vikum og minna á okkur. Slóðin er https://www.facebook.com/throskahjalp
Lesa meira

Hasta la Vista - Kvikmyndasýning

Kvikmyndasýning - Umræður - Tími: 30.apríl kl. 16 – 19 (4-7) Frítt inn á meðan að húsrúm leyfir. Pláss er fyrir 5 hjólastóla í salnum, en mögulegt er að koma fleirum fyrir á gangi þegar fólk er sest. Endilega sendið póst á netfangið listanlandamaera@gmail.com eða hringið í síma 691-8756 og látið okkur vita svo að við getum gert ráðstafanir!
Lesa meira

Gleðilegt sumar !!

Um leið og við óskum öllum gleðilegs sumars, minnum við á List án landamæra - glæsileg dagskrá sem hægt er að nálgast hér neðst á síðunni - og svo er það vinaleikurinn okkar ekki missa af honum !!!
Lesa meira

Vinaleit og vinningur - Landssamtökin í leit að vinum á FB

Landssamtökin Þorskahjálp halda úti Fésbókar-síðu. Nú ætlar samtökin að blása til smá Fésbókar-leiks í tilefni af því að sumar er rétt handan við hornið, og eru vegleg verðlaun eru í boði. Áritað prent eftir Harald Michael Bilson, "´The Selfportraitist"er í vinning. Ef hún nær 1000 vinum fyrir 3. maí næstkomandi verður dregið úr nöfnum þeirra sem deila fésbókarsíðunni okkar. Því hvetjum við ykkur netverja til að vera duglegir við að deila fésbókarsíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar næstu vikuna.
Lesa meira

X-13 - Framboðin spurð

Tímaritið Þroskahjálp birti í síðasta tölublaði sínu spurningar sem samdar voru að Átaki, félagi fólks me þroskahömlun. Ekki svöruðu öll framboðin fyrir þann frest sem gefin var, en eftir að blaðið birtist var mikið haft samband við skrifstofu Þroskahjálpar. Til að verða við beiðni flokkana sem ekki svöruðu eru svör þerra sem sendu í blaðið birt hér ásamt þem svörum sem komu á eftir. Viljum við þakka stjórnmálahreyfingum fyrir að bregðast svona vel við þessum spurningum.
Lesa meira

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Óskum Sendiherrum SÞ um réttindi fatlaðra til hamingju með tilnefningu til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum: "Til atlögu gegn fordómum"
Lesa meira

Tíunda hátíð Listar án landamæra

Glæsileg opnunarhátíð Listar án landamaæra var í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. apríl sl. Það er sannarlega veisla í vændum, um 70 viðburðir um allt land og þátttakendur um 800. Dagskrá verður í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fellsenda í Dölum,
Lesa meira

"Aðgengismál: Útsýnið handan þröskuldarins"

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16:10-17:10.
Lesa meira

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur í samvinnu við CP félagið, boða til kynningarfundar mánudaginn 15. apríl kl. 17.00 – 18:30 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Efni fundarins er: Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem tekur gildi 4. maí 2013
Lesa meira