Fréttir

Dómur í máli Salbjargar Óskar Atladóttur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli ungrar fatlaðrar konu, Salbjargar Óskar Atladóttur, gegn Reykjavíkurborg. Niðurstaða þessa dóms og sú túlkun laga og reglna sem þar er að finna hlýtur að valda miklum vonbrigðum og áhyggjum öllum þeim sem vilja búa í samfélagi án aðgreiningar þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og markvisst er að því stefnt að gefa öllum tækifæri til að lifa sem eðlilegustu lífi. Niðurstaða dómsins og rökstuðningurinn fyrir henni er sérstakt
Lesa meira

Betur má ef duga skal

Leiðari í nýjasta tímariti Þroskahjálpar eftir formann og framkvæmdastjóra. Ríki og sveitarfélög hafa nú undirritað samkomulag sem felur í sér endanlega niðurstöðu um fjámögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Jafnframt hefur verkefnisstjórn um fjárhagslegt og faglegt mat á yfirfærslu málflokksins til sveitarfélaganna skilað skýrslu sinni.
Lesa meira

GLEÐILEG JÓL

Skrifstofa samtakanna lokar á hádegi á Þorláksmessu. Opnum aftur 4. janúar 2016. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Stríð og friður, flóttafólk og boðskapur jólanna.

Á landsþingi Landssamtakanna þroskahjálpar í október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun varðandi flóttafólk: Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að alþjóðlegum skyldum til að taka tillit til þarfa fatlaðs fólks fyrir stuðning og vernd við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum flóttafólks. Þá hvetur landsþingið stjórnvöld til að beita sér fyrir því í alþjóðlegu samstarfi varðandi vanda flóttafólks að sérstaklega verði hugað að þeirri miklu þörf fyrir vernd og stuðning sem fatlað fólk á stríðshrjáðum svæðum hefur.
Lesa meira

Vistun barna á Kópavogshæli

Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um vistunina, hafi samband við nefndina fyrir 1. febrúar 2016 í síma 545 8461 eða á netfangið vistheimilanefnd@for.is
Lesa meira

Lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Ríki og sveitarfélög undirrituðu í dag lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Einnig var kynnt skýrsla verkefnisstjórnar um faglegt og fjárhagslegt mat á yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna Nánari upplýsingar um samkomulagið og skýrslu verkefnisstjórnar er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins. Nánari upplýsingar um samkomulagið er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins.
Lesa meira

Auglýst eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2016

Auglýst er eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2016. Árið 2015 var það listamaðurinn Karl Guðmundsson sem hlaut titilinn og prýddu verk hans allt kynningarefni hátíðarinnar. Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á netfangið: listanlandamaera@gmail.com fyrir 1. janúar 2016. Senda þarf í hið minnsta fjórar myndir af verkum eftir listamanninn og ferilskrá sem rekur fyrri sýningar og listræn störf.
Lesa meira

Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk

Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018.
Lesa meira

Til jafns við aðra ..... eða hvað?

Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna skrifa grein í Kjarnann og er umfjöllunarefni þeirra jafnræðisreglan. Jafnræðisreglan er rauði þráðurinn í öllum mannréttindasamningum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að virða og framfylgja gagnvart öllu því fólki sem býr á Íslandi. Jafnræðisreglan er einnig grundvallarregla í íslensku stjórnarskránni og í íslenskum lögum. Kjarninn í jafnræðisreglunni er skýr og einfaldur: Jöfn tækifæri alls fólks.
Lesa meira

Útskýringar á ályktunum landsþings

Hér á heimasíðunni munum við smátt og smátt setja inn útskýringar á ályktunum sem samþykktar voru á landsþingi samtakanna í október sl. Útskýringar er að finna hér
Lesa meira