Fréttir

Vistun barna á Kópavogshæli

Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um vistunina, hafi samband við nefndina fyrir 1. febrúar 2016 í síma 545 8461 eða á netfangið vistheimilanefnd@for.is
Lesa meira

Lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Ríki og sveitarfélög undirrituðu í dag lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Einnig var kynnt skýrsla verkefnisstjórnar um faglegt og fjárhagslegt mat á yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna Nánari upplýsingar um samkomulagið og skýrslu verkefnisstjórnar er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins. Nánari upplýsingar um samkomulagið er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins.
Lesa meira

Auglýst eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2016

Auglýst er eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2016. Árið 2015 var það listamaðurinn Karl Guðmundsson sem hlaut titilinn og prýddu verk hans allt kynningarefni hátíðarinnar. Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á netfangið: listanlandamaera@gmail.com fyrir 1. janúar 2016. Senda þarf í hið minnsta fjórar myndir af verkum eftir listamanninn og ferilskrá sem rekur fyrri sýningar og listræn störf.
Lesa meira

Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk

Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018.
Lesa meira

Til jafns við aðra ..... eða hvað?

Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna skrifa grein í Kjarnann og er umfjöllunarefni þeirra jafnræðisreglan. Jafnræðisreglan er rauði þráðurinn í öllum mannréttindasamningum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að virða og framfylgja gagnvart öllu því fólki sem býr á Íslandi. Jafnræðisreglan er einnig grundvallarregla í íslensku stjórnarskránni og í íslenskum lögum. Kjarninn í jafnræðisreglunni er skýr og einfaldur: Jöfn tækifæri alls fólks.
Lesa meira

Útskýringar á ályktunum landsþings

Hér á heimasíðunni munum við smátt og smátt setja inn útskýringar á ályktunum sem samþykktar voru á landsþingi samtakanna í október sl. Útskýringar er að finna hér
Lesa meira

ÁLYKTUN STJÓRNAR LANDSSAMTAKANNA ÞROSKAHJÁLPAR, 14. NÓVEMBER 2015.

Á stjórnarfundir samtakanna sem haldinn var 14. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aukin framlög í fjárlögum til þjónustu við fatlað fólk. Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar tekur undir áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga frá 9. nóvember sl. þar sem skorað er á ráðherra og alþingismenn að tryggja að við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til þjónustu við fatlað fólk og til fleiri þar tilgreindra málaflokka sem eru mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar
Lesa meira

Ályktun frá Þroskahjálp á Suðurlandi

Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi ræddi á fundi 9. nóvember fréttir af sumardvalarheimili fyrir fatlaða sem rekið var skammt utan við Selfoss. Af því tilefni vill stjórnin taka undir og gera að sínum kröfu formanns Landssamtakanna Þroskahjálp um að stjórnvöld sinni skyldu sinni til eftirlits með þeim einkaaðilum og stofnunum sem koma að umönnun fatlaðra.
Lesa meira

Kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðum konum og skyldur stjórnvalda til að veita þeim vernd og tryggja fullnægjandi eftirlit í því skyni

Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðum konum, hvaða skyldur hvíla á stjórnvöldum til að vernda þær gegn slíku ofbeldi og hvaða eftirliti stjórnvöldum ber að halda uppi í því skyni. Þetta er afar mikilvæg og mjög tímabær umfjöllun og umræða og þó að tilefni þess að hún er nú svo mikil í fjölmiðlum og samfélaginu öllu nú séu mál sem hljóta að vekja mikinn óhug er það von Landssamtakanna Þroskahjálpar að stjórnvöld bregðist nú tafarlaust við og geri það sem gera þarf til að tryggja fötluðum konum nægilega vernd gegn ofbeldi með lögum, í stjórnsýsluframkvæmd og réttarkerfinu öllu.
Lesa meira

Að ráða sér sjálfur

Hverja má nauðungarvista? Hverjir geta beðið um nauðungarvistun? Hvað með lögræðissviptingu? Hver eru réttindi hins svipta? Standast ný lögræðislög yfirhöfuð alþjóðlega mannréttindasáttmála?
Lesa meira