Fréttir

Hvað segja framboðin?

Átak félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp sendu 6 spurningar til framboða næstu alþingiskosninga. Spurt var um hvaða afstöðu framboðin hafa til nokkurra mála sem skipta miklu máli fyrir fólk með þroskahömlun og annað fólk. Það skal tekið fram að þegar spurningarnar voru sendar, var það til þeirra framboða sem þá voru búin að tilkynna þátttöku til kosninga. Nokkur framboð hafa síðan bæst vð. Björt framtíð, Dögun, Framsókn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn fengu spurningarnar sendar.
Lesa meira

Til umhugsunar, Með réttlætið að leiðarljósi

Nýlega sat ég fræðslufundi í ráðhúsi Reykjavíkur Fyrirlesar þar voru tveir Bandaríkjamenn sem vinna hvor með sínum hætti að búsetumálum fólks með þroskahömlun þar í landi. Þetta voru reyndir menn sem höfðu gengið í skóla Wolfensberger og tileinkað sér kenningar hans um miklivægi félagslegs gildisaukandi hlutverks fólks með þroskahömlun.
Lesa meira

Fulltrúafundur Landsamtakanna Þroskahjálpar Park Inn hótel Reykjanesbæ laugardaginn 8. október

Á fulltrúafundi samtakanna sem haldinn verður í Reykjanesbæ verður boðið uppá fræðslu- og umræðufund um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og áhrif hans á stjórn- og þjónustukerfið með sérstaka áherslu á þjónustu sveitarfélaga. Fundurinn hefst kl. 13:00 á Park Inn hótel og eru allir áhugasamir velkkomnir.
Lesa meira

Til umhugsunar - Hlutverk hagsmunasamtaka

Umfjöllun um málefni fatlaðs fólks sem sett er fram af undirrituðum og á hans ábyrgð. Hagsmunasamtök eru af margvíslegum toga. Stundum eru þau þó öll sett undir einn hatt og jafnvel stillt upp sem eins konar ógn við lýðræði, almannahagsmuni og einstaklingsfrelsi.
Lesa meira

Almanakið 2017

Listaverkaalmanak samtakanna fyrir árið 2017 er komið út. Almanakið er gullfallegt að venju og í þetta sinn prýðir það myndir eftir listakonuna Sigrúnu Eldjárn. Almanakið kostar 2.500 kr. og er hægt að panta það hér á síðunni og fá það sent heim. Þá munu sölumenn okkar ganga í hús og bjóða það til sölu. Við vonum að sölumönnum okkar verði vel tekið.
Lesa meira

Að flytja úr foreldrahúsum

Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðaráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár. Fimmtudaginn 29. september kl. 20.00-22.00 - Háaleitisbraut 13, 4. hæð
Lesa meira

Til umhugsunar - Ögurstund í húsnæðismálum?

Ögurstund er það kallað þegar breyting verður á sjávarföllum. Þegar hættir að fjara og byrjar að falla að. Það er auðvitað hrífandi á sinn hátt en þó kannski ekki stórkostlega merkilegt. En það boðar alltaf miklar breytingar. Eins er það með mannanna verk að breytingar sem ekki virðast miklar við fyrstu sýn geta haft mikil áhrif í fyllingu tímans. Það fylgir því þess vegna oft mikil ábyrgð að breyta áherslum. Stjórnvöld sem fara með völd fyrir hönd almennings verða að gæta vel að því. Allt frá árinu 1979 hafa hérlend stjórnvöld haft þá stefnu að reyna eftir fremsta megni að laga búsetuúræði fyrir fólk með þroskahömlun að því sem almennt tíðkast í samfélaginu. Draga úr aðgreiningu og stuðla að sjálfstæði og eðlilegu lífi og samfélagslegri þátttöku.
Lesa meira

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á auðskildu máli.

Alþingi hefur nú samþykkt að Ísland fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það þýðir að að ríki og sveitarfélög verða að láta fatlað fólk fá þau réttindi sem fjallað er um í samningnum. Meginmarkmið samningsins er að tryggja að fatlað fólk njóti mannréttinda eins og annað fólk. Í samningnum er meðal annars fjallað um:
Lesa meira

Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mikilvægur áfangi en betur má ef duga skal.

Alþingi samþykkti í gær ályktun um að samningur um réttindi fatlaðs fólks skuli fullgiltur fyrir Íslands hönd. Samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands fyrir meira en 9 árum síðan, þ.e. 30. mars 2007, og hafa langflest ríki í heiminum þegar fullgilt samninginn. Fullgilding samningsins er mikilvægur áfangi í að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri sem flestu ófötluðu fólki þykja sjálfsögð. Þar er mikið verk að vinna og vonandi ganga íslensk stjórnvöld rösklegar fram við það en þau hafa gert við fullgildingu þessa mikilvæga mannréttindasamnings.
Lesa meira

Með okkar augum

Okkur er sönn ánægja að segja frá því að sjötta sería hinna margverðlaunuðu þátta af Með okkar augum fer í loftið í kvöld þriðjudaginn 20.september kl. 20.10. Efnistök eru að venju fjölbreytt, fræðandi og áræðin. Ekki missa af frábærum þáttum á Rúv á þriðjudagskvöldum í haust.
Lesa meira