Fréttir

Áskorun til stjórnvalda vegna fullgildingar viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Í dag var send út sameiginleg áskorun til stjórnvalda vegna fullgildingar viðauka við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Lesa meira

Í tilefni af alþjóðadegi flóttafólks.

Í dag, 20. júní, er alþjóðadagur flóttafólks. Í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aldrei hafi fleiri verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna, eða 65,6 milljónir manna. Helmingur þeirra eru börn og 50% flóttabarna á grunnskólaaldri ganga ekki í skóla
Lesa meira

Réttarkerfið og fólk með þroskahömlun. – Tveir nýir dómar Hæstaréttar.

Í síðustu viku gengu tveir dómar í Hæstarétti sem hljóta að vekja spurningar varðandi stöðu fólks með þroskahömlun gagnvart íslenska réttarkerfinu (lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum) og hvort það njóti verndar þess til jafns við aðra.
Lesa meira

Kosningar, lýðræði og fatlað fólk.

Þroskahjálp vekur athygli á afar áhugaverðri grein Rannveigar Traustadóttur og James G. Rice, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist í júníhefti af tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar er fjallað um þær fjölmörgu hindranir sem eru í vegi þess að allt fatlað fólk njóti réttinda til að taka þátt í stjórnmálum og kosningum til jafns við aðra.
Lesa meira

Myndband um einhverfu

Nú er komin út íslensk útgáfa af myndbandinu “Amazing Things Happen”, sem hefur farið sigurför um heiminn og verið tilnefnt til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Þetta er stutt teiknimynd sem er framleidd af Alex Amilines með aðkomu eins færasta einhverfuráðgjafa heims Tony Attwood.
Lesa meira

Niðurstöður könnunar á heilsu fatlaðs fólks

Könnunin leiðir m.a. í ljós að það er algengara að fatlað fólk glími við heilsufarsvanda en almennt gerist hjá þjóðinni í heild. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra kannana. Fram kemur að rúmlega helmingur svarenda hefur upplifað langvinnan kvíða eða spennu og 38% hópsins langvinnt þunglyndi sem er mun hærra en hjá þjóðinni í heild
Lesa meira

Vegna umræðu um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

Alþingi hefur að undanförnu haft til meðferðar tvö lagafrumvörp sem hafa, ef þau ná fram að ganga, mikil áhrif á réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, þ.e. frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lesa meira

Nokkur orð um rétt fatlaðs fólks til menntunar og skyldur menntamálayfirvalda til að tryggja hann

Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sl. haust og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í samningnum eru sérstök ákvæði um skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki aðgang að menntun. Þar segir m.a.:
Lesa meira

Umsagnir og álit Þroskahjálpar og samráð við stjórnvöld.

Þroskahjálp hefur ýmiss konar samstarf og samráð við hlutaðeigandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga og tekur þátt í starfi nefnda og hópa sem stjórnvöld skipa. Samtökin reyna þar, eins og og nokkur kostur er, að hafa áhrif til þess að lög, reglur, stjórnsýsla og þjónusta verði sem best sniðin að þörfum fatlaðs fólks og tækifærum þess til sjálfstæðs lífs og þátttöku í samfélaginu.
Lesa meira

Með okkar augum hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, af­henti í dag dag­skrár­gerðarfólki og hug­mynda­smiðum sjón­varpsþátt­anna Með okk­ar aug­um Mann­rétt­inda­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar 2017 á mann­rétt­inda­degi Reykja­vik­ur­borg­ar.
Lesa meira