Fréttir

Ný sýn? – Nýir tímar?

Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands boða til morgunverðarfundar þar sem kynnt verða ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 1. október nk.
Lesa meira

Ályktun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar varðandi NPA.

Eftirfarandi ályktun samþykkt á stjórnarfundi Landssamtakanna Þroskahjálpar 22. september.
Lesa meira

Nokkur orð um fjárlagafrumvarpið 2019.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 og er það nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu er ýmislegt eða vantar ýmislegt sem hlýtur að vekja spurningar, athygli, vonbrigði og jafnvel undrun hjá fötluðu ólki og áhugafólki um mannréttindi og jöfn tækifæri fólks hér á landi.
Lesa meira

Mjög mikilvæg þingsályktunartillaga fyrir mannréttindi fatlaðs fólks.

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði tekinn í íslensk lög.
Lesa meira

Starfsbraut. – Hvað svo?

Landssamtökin Þroskahjálp stóðu fyrir fundi í gærkvöldi sem hafði yfirlskriftina Starfsbraut. - Hvað svo?
Lesa meira

Grafalvarleg staða!

Hjá Landssamtökunum Þroskahjálp var haldinn fjölmennur fundur með foreldrum ungmenna sem hafa útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna.
Lesa meira

BJÖRG – bjargráð tilfinningastjórnunar fyrir fólk með þroskaraskanir

STRÁ (stuðnings- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar) halda í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp námskeið á Hótel Örk í Hveragerði 26. - 28. september nk.
Lesa meira

Seinfærir foreldrar leita til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna forsjársviptingar.

Fréttatilkynningu OPUS lögmanna sem fara með málið fyrir foreldrana má lesa hér:
Lesa meira

Lions-klúbburinn Þór gefur Þroskahjálp lyftara til að nota í Daðahúsi, orlofshúsi samtakanna á Flúðum

Það má segja að Lions-klúbburinn Þór hafi tekið Daðahús í fóstur því að klúbburinn hefur á undanförnum árum unnið að ýmsum endurbótum í húsinu og við það og nú í gær gaf klúbburinn Þroskahjálp lyftara til að auðvelda fötluðu fólki sem dvelst í húsinu að nýta heitan pott sem er við húsið og við fleira sem lyftarinn getur auðveldað.
Lesa meira

Varðar búsetuskilyrði í lögum um almannatryggingar.

Þroskahjálp vekur athygli á frétt á mbl.is, "Flutti of seint heim til Íslands "þar sem fjallað er um íslenskan fatlaðan mann sem hefur samkvæmt því sem þar kemur fram hvorki rétt til ör-orkulífeyris frá Tryggingastofnun né atvinnu með stuðningi því hann bjó með foreldrum sín-um í Svíþjóð í 15 ár á barnsaldri. Landsamtökin Þroskahjálp hefur ítrekað tekið þessi mál upp við stjórnvöld og sendi í júlí og september 2016 eftirfarandi erindi til félags- og húsnæðismálaráðherra og afrit til forstjóra Tryggingastofnunar og þáverandi formanns og annarra sem þá sátu í velferðarnefnd Alþingis. Málið hefur einnig verið tekið upp á fundum með Tryggingastofnun og velferðarnefnd Alþingis. Engin viðbrögð hafa komið frá þessum aðilum við þessum erindum samtakanna.
Lesa meira