Fréttir

Atvinna fyrir alla - allra hagur

Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Vinnumálastofnun bjóða til málþings um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu. Fyrirlesarar eru fatlað fólk, fræðafólk, stjórnendur fyrirtækja og aðrir sérfræðingar. Einnig heyrast raddir opinbera geirans.
Lesa meira

Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa lausa stöðu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri er nánasti samstarfsmaður formanns og stjórnar samtakanna. Hann ber ábyrgð á fjármunum og starfsmannamálum samtakanna.
Lesa meira

ALLIR ÞURFA ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ

Vegna mikillar aðsóknar á ráðstefnuna "Allir þurfa þak yfir höfuðið" hefur okkur tekist að fá stærri sal á Grand hótel. Því þurfum við ekki að loka fyrir skráningu strax. Ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá sig.
Lesa meira

Happdrætti 2015

Dregið hefur verið í almanakshappdrættinu. Vinningar eru allt listaverk eftir íslenska listamenn. Hægt er að shér.koða vinningaskrána hér
Lesa meira

ALLIR ÞURFA ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ

Ráðstefna um húsnæðismál fólks með þroskahömlun verður haldin á Grand hótel Reykjavík, þriðjudaginn 14. apríl nk. Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá sig í síðasta lagi FÖSTUDAGINN 10. APRÍL
Lesa meira

Aðalfundur Átaks og Leiðarþing 2015

Aðalfundur Átaks, félag fólks með þroskahömlun verður haldinn laugardaginn 18 apríl 2015 kl 14:00 að Skúlagötu 21, 1. hæð Húsi Rauða krossins í Reykjavík). Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Lesa meira

Bæklingurinn: Ofbeldi gegn fötluðum konum

Bæklingarnir Ofbeldi gegn fötluðum konum voru unnir í tengslum við rannsóknina Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum. Í bæklingunum er stutt samantekt um niðurstöður rannsóknarinnar og upplýsingar um hvert fatlaðar konur geta leitað ef þær verða fyrir ofbeldi. Bæklingurinn er aðgengilegur á auðskildu máli, á táknmáli og á hljóðskrá
Lesa meira

Hvernig þak yfir höfuðið?

Landssamtökin Þroskahjálp standa að ráðstefnu með þessar yfirskrift þriðjudaginn 14. apríl nk. að Grand hótel Reykjavík. Raðstefnunni er ætlað að benda á fjölbreyttar leiðir við uppbyggingu og rekstur húsnæðis ætluðu fötluðu fólki.
Lesa meira

Átak, félag fólks með þroskahömlun leitar að fólki í verkefnið „Virkjum hæfileikana“.

Átak er að leita að 12 einstaklingum með þroskahömlun til að aðstoða við verkefni dagana 9. til 20. mars nk. Ef þú ert með fötlun eða þroskahömlun og tilbúin að aðstoða Átak í þessu verkefni hafðu þá samband við Jón Þorstein, sem er starfsmaður Átaks og skráðu þig. Fyrstir koma fyrstir fá. Engin laun eru í boði en fyrir þá sem koma verður gert eitthvað skemmtilegt.
Lesa meira

Fundur um Akstursþjónustu Strætó bs.

Landssamtökin Þroskahjálp boða félagsmenn aðildarfélaga sinna til spjallfundar laugardaginn 14. febrúar kl. 11.00 -13.00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Formaður samtakanna mun fara yfir stöðu mála og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og síðan mun gestum gefast tækifæri til að koma með fyrirspurnir og ábendingar.
Lesa meira