Fréttir

Umsögn um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 4 ára

Til velferðarnefndar. 2. desember 2015 Efni: Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára (þingskjal 405 – 338.mál). Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd Alþingis fyrir að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum varðandi ofangreinda þingsályktunartillögu á framfæri við nefndina. Samtökin fagna því að stjórnvöld skuli setja fram stefnu og aðgerðaáætlun í þessum afar mikilvæga málaflokki, þar sem mjög mörg og brýn viðfangsefni bíða úrlausnar, en samtökin vilja nota þetta tækifæri til að koma eftirfarandi athugasemdum og ábendingum sérstaklega á framfæri við velferðarnefnd.
Lesa meira

Múrbrjótar 2015

Landssamtökin Þroskahjálp afhentu í dag Múrbrjótinn sem er viðurkenning til aðila sem þykja hafa sýnt gott frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð. Við athöfinna flutti Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður samtakanna meðfylgjandi ávarp.
Lesa meira

Til jafns við aðra ..... eða hvað?

Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna skrifa grein í Kjarnann og er umfjöllunarefni þeirra jafnræðisreglan. Jafnræðisreglan er rauði þráðurinn í öllum mannréttindasamningum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að virða og framfylgja gagnvart öllu því fólki sem býr á Íslandi. Jafnræðisreglan er einnig grundvallarregla í íslensku stjórnarskránni og í íslenskum lögum. Kjarninn í jafnræðisreglunni er skýr og einfaldur: Jöfn tækifæri alls fólks.
Lesa meira

Útskýringar á ályktunum landsþings

Hér á heimasíðunni munum við smátt og smátt setja inn útskýringar á ályktunum sem samþykktar voru á landsþingi samtakanna í október sl. Útskýringar er að finna hér
Lesa meira

Reglur um hvernig stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga eiga að fara með mál, svara umsóknum um þjónustu o.þ.h.

Stjórnsýsla í málefnum fatlaðs fólks. Landsþingið telur vera mikið áhyggjuefni hversu mörg dæmi eru um að sveitarfélög fari ekki að réttum málsmeðferðarreglum sem mælt er fyrir um í lögum og reglum, s.s. í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, við meðferð og töku ákvarðana sem varða þjónustu við fatlaða einstaklinga. Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar krefst þess að sveitarfélög virði stjórnsýslureglur í málum er varða þjónustu við fatlað fólk og réttindi þess. Þessum reglum er ætlað að stuðla að því að stjórnvöld vandi meðferð mála og undirbúning og töku ákvarðana. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um ríka hagsmuni fólks er að ræða, eins og mjög oft er raunin í málefnum fatlaðs fólks.
Lesa meira

ÁLYKTUN STJÓRNAR LANDSSAMTAKANNA ÞROSKAHJÁLPAR, 14. NÓVEMBER 2015.

Á stjórnarfundir samtakanna sem haldinn var 14. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aukin framlög í fjárlögum til þjónustu við fatlað fólk. Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar tekur undir áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga frá 9. nóvember sl. þar sem skorað er á ráðherra og alþingismenn að tryggja að við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til þjónustu við fatlað fólk og til fleiri þar tilgreindra málaflokka sem eru mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar
Lesa meira

Ályktun frá Þroskahjálp á Suðurlandi

Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi ræddi á fundi 9. nóvember fréttir af sumardvalarheimili fyrir fatlaða sem rekið var skammt utan við Selfoss. Af því tilefni vill stjórnin taka undir og gera að sínum kröfu formanns Landssamtakanna Þroskahjálp um að stjórnvöld sinni skyldu sinni til eftirlits með þeim einkaaðilum og stofnunum sem koma að umönnun fatlaðra.
Lesa meira

Kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðum konum og skyldur stjórnvalda til að veita þeim vernd og tryggja fullnægjandi eftirlit í því skyni

Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðum konum, hvaða skyldur hvíla á stjórnvöldum til að vernda þær gegn slíku ofbeldi og hvaða eftirliti stjórnvöldum ber að halda uppi í því skyni. Þetta er afar mikilvæg og mjög tímabær umfjöllun og umræða og þó að tilefni þess að hún er nú svo mikil í fjölmiðlum og samfélaginu öllu nú séu mál sem hljóta að vekja mikinn óhug er það von Landssamtakanna Þroskahjálpar að stjórnvöld bregðist nú tafarlaust við og geri það sem gera þarf til að tryggja fötluðum konum nægilega vernd gegn ofbeldi með lögum, í stjórnsýsluframkvæmd og réttarkerfinu öllu.
Lesa meira

Áskorun Geðhjálpar og Þroskahjálpar til stjórnvalda.

Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp sendu meðfylgjandi bréf til stjórnvalda um að tryggja að fólk með þroskahömlun og geðrænar raskanir njóti réttinda og verndar í réttarkerfinu til jafns við aðra og í samræmi við mannréttindaskuldbindingar.
Lesa meira

Að ráða sér sjálfur

Hverja má nauðungarvista? Hverjir geta beðið um nauðungarvistun? Hvað með lögræðissviptingu? Hver eru réttindi hins svipta? Standast ný lögræðislög yfirhöfuð alþjóðlega mannréttindasáttmála?
Lesa meira