16.09.2015
Enn eina ferðina er dregið úr þjónustu Hjálpartækjamiðstöðvar. Þessi tilkynning kom í dag:
Frá og með 21. september n.k. verður tekinn upp símatími á verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar í síma 515-0100. Símatíminn verður á milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga. Þeir sem vilja hafa samband utan þessa tíma geta sent tölvupóst á verkst@sjukra.is og honum verður svarað eins fljótt og hægt er. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun.
Lesa meira
02.09.2015
Árni Múli Jónasson hefur nú tekið við starfi framkvæmdastjóra samtakanna af Friðrik Sigurðssyni sem sinnt hefur því starfi í 21 ár. Friðrik verður áfram í hlutastarfi hjá samtökunum sem verkefnisstjóri. Við þökkum Friðrik fyrir ómetanlegt starf í þágu samtakanna öll þessi ár.
Lesa meira
04.09.2015
Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum bjóða til ráðstefnu föstudaginn 4. september 2015 á Grand Hótel kl. 9.30 17.30. Ekki missa af henni.
Lesa meira
18.06.2015
Tímamót eru nú hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Friðrik Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin 20 ár, lætur af störfum 1. september nk. Árni Múli Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hans stað og mun hann hefja störf þá.
Lesa meira
29.05.2015
Nú er komin sumaropnun á skrifstofu samtakanna - opið alla daga frá kl. 09:00 - 16:00.
Lesa meira
20.05.2015
Í framhaldi af útkomu skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um yfirtöku Strætó á ferðaþjónstu fatlaðra, birta Landssamtökin Þroskahjálp leiðara formanns samtakanna. Leiðarinn birtist í nýjasta tölublaði Tímaritsins Þroskahjálpar í apríl síðastliðnum.
Lesa meira
13.05.2015
Minnum á að frestur til að sækja um stöðu framkvæmdastjóra samtakanna rennur út föstudaginn 15. maí nk.
Lesa meira
21.05.2015
Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Vinnumálastofnun bjóða til málþings um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu. Fyrirlesarar eru fatlað fólk, fræðafólk, stjórnendur fyrirtækja og aðrir sérfræðingar. Einnig heyrast raddir opinbera geirans.
Lesa meira
04.05.2015
Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa lausa stöðu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri er nánasti samstarfsmaður formanns og stjórnar samtakanna. Hann ber ábyrgð á fjármunum og starfsmannamálum samtakanna.
Lesa meira
10.04.2015
Vegna mikillar aðsóknar á ráðstefnuna "Allir þurfa þak yfir höfuðið" hefur okkur tekist að fá stærri sal á Grand hótel. Því þurfum við ekki að loka fyrir skráningu strax. Ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá sig.
Lesa meira