28.05.2014
Landssamtökin Þroskahjálp, Blindrafélagið og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra settu saman stefnuskrá sem tímasettum markmiðum sem kynnt var á fundum með frambjóðendum í tíu sveitarfélögum.
Þessi markmið eru frekar hófstillt, enda sett fram með það í huga að þau séu uppfyllanleg. Við hvetjum nýkjörna sveitastjórnarmenn til að setja markið hátt og gera enn betur.
Lesa meira
28.05.2014
Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins, kosning.is, er birt í fysta sinn auðlesið efni og má líta á það sem fyrsta skrefið í þá átt að þjóna þeim hópi sem á því þarf að halda. Frumkvæði að þessu átti Átak, félag fólks með þroskahömlun.
Lesa meira
31.05.2014
Næstu sveitarstjórnakosningar eru sögulegar fyrir fatlað fólk. Þær eru fyrstu kosningar eftir að sveitarfélögin í landinu tóku við sértækri félagsþjónustu fyrir fatlað fólk, frá ríkinu.
Gera má ráð fyrir því að margir, ekki síst fatlað fólk og aðstandendur þeirra, vilji fá að vita hvernig framboðin í einstökum sveitarfélögum sjá framtíðaruppbyggingu þessarar þjónustu í sínu sveitarfélagi.
Lesa meira
08.05.2014
Samtökin í samvinnu við Blindrafélagið og Sjálfsbjörgu landssambandið eru að skipuleggja fundarferð um landið til að hitta frambjóðendur og kynna fyrir þeim og íbúum á svæðunum markmið í þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélögum landsins. Undirbúningur stendur enn yfir þar sem ekki eru enn komnar allar upplýsingar um endanleg framboð. Við munum uppfæra upplýsingar jafnóðum og þær koma og hvetjum alla til að fylgjast með og mæta á fundina.
Lesa meira
02.04.2014
Gefinn hefur verið út gátlisti vegna orlofsþjónustu við fatlað fólk sem saminn var af réttindavakt velferðarráðuneytisins. Hann er fyrst og fremst hugsaður til þess að auðvelda fólki val um þá orlofsþjónustu sem stendur til boða víða um land.
Lesa meira
01.04.2014
Dregið hefur verið í almanakshappdrættinu. Vinningar eru allt listaverk eftir íslenska listamenn. Hægt er að skoða vinningaskrána hér, á síðunni.
Lesa meira
02.04.2014
Í tilefni af aþjóðlegum degi einhverfu, 2. apríl, verða Einhverfusamtökin með opið hús að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, frá klukkan 20 til 22.
-Laufey I. Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi mun fjalla um listsköpun kvenna á einhverfurófi.
Lesa meira
30.04.2014
Aðalfundur Átaks verður haldinn þann 30. apríl næstkomandi kl 17:30 að Háaleitisbraut 13. Venjubundin aðalfundastörf verða á dagskrá og verið er að undirbúa fyrirlestur. Hann verður auglýstur nánar síðar.
Lesa meira
21.03.2014
Í dag 21. mars er alþjóðadagur Downs heilkennis. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.
Lesa meira
18.03.2014
Eftirfarandi áskorun send í dag vegna verkfalls framhaldsskólakennara:
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson
Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson
Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa yfir verulegum áhyggjum af framhaldsskólanemendum með fötlun og afdrifum þeirra í
Lesa meira