26.09.2014
Samtökin hafa gefið út almanak sitt í 30 ár - öll prýdd myndum eftir íslenska listamenn. Almanakið er aðalfjáröflunarleið samtakanna og leggjum við metnað okkar að vanda til verka.
Til gamans má nefna að verð almanaksins 1985 var 300 kr. og er það nánast sama verðgildi nú 30 árum seinna, aðeins 2.300 kr.
Við treystum því að landsmenn taki vel á móti sölufólki okkar.
Lesa meira
23.09.2014
Listaverkaalmanak samtakanna fyrir árið 2015 er komið út. Almanakið er gullfallegt að venju og í þetta sinn prýðir það myndir eftir listakonuna Gunnellu Ólafsdóttur.
Almanakið kostar 2.300 kr. og er hægt að panta það hér á síðunni og fá það sent heim. Þá munu sölumenn okkar ganga í hús og bjóða það til sölu.
Við vonum að sölumönnum okkar verði vel tekið.
Lesa meira
19.09.2014
Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu í Varmahlíð Skagafirði, samhliða fulltrúafundi sínum dagana 17. og 18. október . ráðstefnan fjallar um félagslega þátttöku fatlaðs fólks og er öllum opin.
Lesa meira
17.10.2014
Fulltrúafundur samtakanna verður haldinn í Varmahlíð 17. - 19. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin er á fundinum er "Maður er manns gaman" - félagsleg þátttaka fatlaðs fólks.
Lesa meira
20.08.2014
Miðvikudaginn 20. ágúst fer síðasti þátturinn af "Með okkar augum" í loftið. Þátturinn hefur notið gífurlegra vinsælda og verður ekkert slakað á í þessum síðasta þætti. Ekki missa af honum.
Lesa meira
20.06.2014
Um síðastliðin áramót ákváðu Landssamtökin Þroskahjálp í samráði við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands að samtökin myndu veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands.
Markmiðið viðurkenningarinnar væri að efla ritsmíð og nýsköpun við þroskaþjálfabraut og ekki síst að vekja athygli á verkefni sem væri hagnýtt og unnið að hugmyndaauðgi.
Lesa meira
19.06.2014
Í dag var afhjúpaður steinn í Fjölskyldugarðinum til heiðurs Hrefnu Haraldsdóttur þroskaþjálfa og foreldraráðgjafa.
Lesa meira
28.05.2014
Landssamtökin Þroskahjálp, Blindrafélagið og Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra settu saman stefnuskrá sem tímasettum markmiðum sem kynnt var á fundum með frambjóðendum í tíu sveitarfélögum.
Þessi markmið eru frekar hófstillt, enda sett fram með það í huga að þau séu uppfyllanleg. Við hvetjum nýkjörna sveitastjórnarmenn til að setja markið hátt og gera enn betur.
Lesa meira
28.05.2014
Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins, kosning.is, er birt í fysta sinn auðlesið efni og má líta á það sem fyrsta skrefið í þá átt að þjóna þeim hópi sem á því þarf að halda. Frumkvæði að þessu átti Átak, félag fólks með þroskahömlun.
Lesa meira
31.05.2014
Næstu sveitarstjórnakosningar eru sögulegar fyrir fatlað fólk. Þær eru fyrstu kosningar eftir að sveitarfélögin í landinu tóku við sértækri félagsþjónustu fyrir fatlað fólk, frá ríkinu.
Gera má ráð fyrir því að margir, ekki síst fatlað fólk og aðstandendur þeirra, vilji fá að vita hvernig framboðin í einstökum sveitarfélögum sjá framtíðaruppbyggingu þessarar þjónustu í sínu sveitarfélagi.
Lesa meira