11.11.2013
Undanfarna mánuði hefur á vegum innanríkisráðuneytisins verið unnið að þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Verkið er unnið á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 sem samþykkt var af Alþingi en það er hluti af undirbúningi fullgildingar sáttmálans.
Lesa meira
06.11.2013
Erindi á landsþingi voru að detta inn á síðuna okkar. Þar getur að líta þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni Margbreytileikinn sem haldin var þann 12. október 2013. Hægt er að nálgast þau undir Fræðsla og Erindi á vegum Þroskahjálpar eða með því að smella hér.
Lesa meira
04.11.2013
Auglýst er eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2014. Árið 2013 var það listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson sem hlaut titilinn og prýddu verk hans allt kynningarefni hátíðarinnar.
Lesa meira
15.10.2013
Um leið og við þökkum Gerði A. Árnadóttur fráfarandi formanni fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna, bjóðum við Bryndísi Snæbjörnsdóttur velkomna.
Lesa meira
14.10.2013
Á nýliðnu ráðstefnu Landssamtakana Þroskahjálpar hélt Árni Múli Jónasson erindi. Þar veltir Árni Múli upp þeirri spurningu hvort eitthvað væri varið í einsleitt samfélag og veltir fyrir sér gagnsemi margbreytileika mannlífsins. Ráðstefna var haldin í tengslum við Landsþing sem haldið var síðast liðinn laugardag á Hótel Reykjavík.
Lesa meira
12.10.2013
Landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar er ný lokið. Á fundinum var Bryndís Snæbjörnsdóttir kjörin nýr formaður samtakanna, en hún hefur starfað sem varaformaður undarfarin ár. Á fundinum voru einnig samþykktar ályktanir sem snúa að ýmsum þáttum málaflokks fatlaðs fólks.
Lesa meira
12.10.2013
Landsþing Landssamtakana Þroskahjálpar var sett við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Félags og Húsnæðismálaráðherra hélt opnunarávarp og ræddi um mikilvægi hagsmunasamtaka eins og Þroskahjálpar. Formaður Landssamtakana, Gerður A. Árnadóttir, flutti sitt loka setningarávarp og fagnaði þeim ávinningi sem náðst hefur í réttarbótum fyrir fatlað fólk, en betur mætti ef duga skal. Ræða formanns er hér birt í held sinni.
Lesa meira
04.10.2013
Skráning hafin á ráðstefnuna "Margbreytileikinn" sem haldin er í tengslum við Landsþing Þroskahjálpar þann 12. október. Ekkert þáttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig á vef samtakanna.
Lesa meira
30.09.2013
Þessir þrír galvösku sölumenn munu ganga í hús næstur vikurnar og selja almanakið 2014. Treystum því að þeim verði vel tekið.
Lesa meira
14.10.2013
Mánudaginn 14. október 2013 á Grand hóteli, stendur velferðarráðuneytið í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp,
innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga,
umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Öryrkjabandalag Íslands, fyrir málþingi um
framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Lesa meira