Fréttir

Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík

Landssamtökin Þroskahjálp vilja gjarnan heyra skoðanir fólks á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Af því tilefni ætlum við að halda opinn rabbfund um efnið þriðjudaginn 2. júlí kl. 16:00 á Háaleitisbraut 13, 4.h. Hugmyndin er að heyra skoðanir manna um hvernig best verði staðið að ferðaþjónustu til framtíðar og í framhaldi af því að efna til viðræðna við stjórnvöld um það mál. Allir notendur og aðrir áhugasamir um ferðaþjónustu velkomnir.
Lesa meira

Karlotta Jóna Fésbókar-vinningshafi

Vinningshafi í Fésbókarleik Landssamtakanna Þroskahjálpar var dreginn út með viðhöfn mánudaginn 27. maí. Karlotta Jóna Finnsdóttir sem hlaut listaverkeftir Harald Michael Bilson, "The Selfportraitist". Óskum við vinningshafanum og vin okkar á fésbók hjartanlega til hamingju með vinninginn. Hún kom og sótti hann og fékk myndina afhenta með viðhöfn á skrifstofu Landssamtakanna.
Lesa meira

„Skiptir gríðarlega miklu máli að við séum vakandi og meðvituð um vandann“

„Það er engin einföld leið til að koma í veg fyrir ofbeldi, það skiptir gríðarlega miklu máli að við séum vakandi og meðvituð um vandann.“ segir Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar eftir að útkomu eigindlegrar rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Velferðarráðuneytið.
Lesa meira

SOWC skýrsla UNICEF: Ósýnilegu börnin

Í dag kom út skýrsla frá UNICEF sem fjallar um stöðu barna á Heimsvísu. Þetta árið fjallar skýrslan um börn með fötlun. Þroskahjálp fagnar því að þetta komi inn í umræðuna og að vakin sé athygli á þessum málum og stöðunni sem fatlað fólk býr við. „Það er mikið gagn af því að fá svona skýrslu en hún vekur athygli á því að fatlað fólk, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, er útsett fyrir ofbeldi,“ segir Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar.
Lesa meira

Vinningshafi í Félsbókarleik LÞ

Vinningshafi í Fésbókarleik Landssamtakanna Þroskahjálpar var dreginn út með viðhöfn sl. mánudag. Úr skálinni góðu dró Jón Þorsteinn nafn Karlottu Jónu Finnsdóttur sem hlýtur listaverkeftir Harald Michael Bilson, "The Selfportraitist". Óskum við vinningshafanum og vin okkar á fésbók hjartanlega til hamingju með vinninginn.
Lesa meira

Verum örugg

Bæklingurinn "Verum örugg" hefur verið endurútgefinn og er nú aðgengilegur hér fyrir neðan á heimasíðunni. Þar er bæði hægt að lesa hann og prenta hann út. Bæklingurinn er um kynferðislega misnotkun og er gefinn út af Ás styrktarfélagi, Fjölmennt og Landssamtökunum Þroskahjálp.
Lesa meira

Daðahúsi færð sumar gjöf

Daðahúsi á Flúðum barst góð gjöf þann 11. maí sl. þegar félagar úr Lionsklúbbnum Þór komu þangað færandi hendi með forláta gasgrill sem mun án efa koma sér vel fyrir dvalargesti í húsinu.
Lesa meira

Er þú búin að líka við okkur? Vinningur dregin út 27. maí

Nú á dögunum fóru Landssamtökin Þroskahjálp af stað með Fés-bókar-síðu fyrir samtökin. Erum í stöðugri vinaleit og ætluðum að reyna ná 1000 vinum. Til að það markmið náist ætlum núna að færa útdráttinn frá deginum í dag til 27. maí næstkomandi, veglegur vinningur í boði. Því hvetjum við ykkur að deila síðunni okkar á Fésbókinni næstu vikum og minna á okkur. Slóðin er https://www.facebook.com/throskahjalp
Lesa meira

Hasta la Vista - Kvikmyndasýning

Kvikmyndasýning - Umræður - Tími: 30.apríl kl. 16 – 19 (4-7) Frítt inn á meðan að húsrúm leyfir. Pláss er fyrir 5 hjólastóla í salnum, en mögulegt er að koma fleirum fyrir á gangi þegar fólk er sest. Endilega sendið póst á netfangið listanlandamaera@gmail.com eða hringið í síma 691-8756 og látið okkur vita svo að við getum gert ráðstafanir!
Lesa meira

Gleðilegt sumar !!

Um leið og við óskum öllum gleðilegs sumars, minnum við á List án landamæra - glæsileg dagskrá sem hægt er að nálgast hér neðst á síðunni - og svo er það vinaleikurinn okkar ekki missa af honum !!!
Lesa meira